fbpx
Mánudagur 01.desember 2025

Gagnrýnd fyrir að tilkynna óléttuna í auglýsingu á Instagram

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 1. október 2019 10:00

Khloé Kardashian og Malika Haqq.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Malika Haqq er mjög góð vinkona Kardashian-Jenner fjölskyldunnar og besta vinkona Khloé Kardashian. Hún kemur oft fram í raunveruleikaþætti fjölskyldunnar, Keeping Up With The Kardashians.

Hún er ólétt af sínu fyrsta barni og fór frekar áhugaverða leið til að tilkynna að hún ætti von á litlu kríli.

Það er mjög algengt að frægt fólk og áhrifavaldar auglýsa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum samfélagsmiðla. En það mætti segja að Malika hafi farið með það á allt annað stig.

Malika er með 4,5 milljón fylgjendur á Instagram og tilkynnti um óléttuna í auglýsingu fyrir Clearblue óléttupróf.

Þetta var þó ekki í fyrsta sinn að hún minntist á óléttuna, en hún greindi fyrst frá henni í viðtali við People.

Í grein People kemur fram að Malika „komst fyrst að því að hún væri ólétt eftir að hafa farið í samstarf með Clearblue og var að fylgjast með líkamanum sínum í nokkra mánuði með því að nota egglosar-próf frá Clearblue (Clearblue Advanced Digital Ovulation Test) og áttaði sig á því að hún væri þremur dögum of sein á blæðingar.“

Í viðtalinu segir Malika einnig að hún hefur ákveðið að hún ætlar ekki að opinbera kyn barnsins né hver faðir þess er.

„Að komast að kyni barnsins var stórt má l fyrir mig og nú finnst mér eins og ég hef tíma. Ég hef tíma til að hugsa um barnaherbergið og nafn. Ég er bara virkilega að njóta þess núna, komin á þann stað þar sem ég get fagnað því að vera ólétt og það er ekki leyndarmál,“ segir Malika.

En samstarf hennar við Clearblue endar ekki hér, heldur deildi hún einnig nokkrum myndum í Instagram Story.

Ákvörðun hennar um að tilkynna óléttuna í auglýsingum fyrir fyrirtæki vakti reiði og undrun meðal netverja sem gagnrýndu hana og sögðu hana „hallærislega.“

En fjölmargir höfðu gaman að þessu og voru ánægðir fyrir hennar hönd.

Khloé Kardashian óskaði vinkonu sinni til hamingju á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B27CFWwhw-v/

Hvað segja lesendur um þessa óléttutilkynningu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“

Gréta bjargar villtum kanínum – „Þær eru gáfaðar og mjög hreinlegar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Pressan
Í gær

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi

14 ára drengur varð fyrir járnbrautalest á Englandi
Fréttir
Í gær

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“

Kolla sendir pillu: „Vonandi verður aldrei svo illa komið fyrir íslensku þjóðinni að hún komi Miðflokknum til valda“