fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Katrín hefur úr 22 þúsund krónum að moða á mánuði: „Ég skil að þetta er auðvitað mér sjálfri að kenna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 1. október 2019 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Óskiljanlegt að í samfélagi eins og okkar sé öryggisnetið í raun ekki til. Ég skil að þetta er auðvitað mér sjálfri að kenna, ég hefði átt að vita fyrir fram að ég yrði veik,“ segir Katrín A. Sandholt, móðir í Reykjanesbæ.

Katrín varð 50 prósent öryrki eftir að hún lenti í bílslysi þegar hún var fimmtán ára. Í dag er hún í ferli að jafna sig eftir kulnun og er fjárhagsleg staða hennar svo slæm að hún á erfitt með að eiga fyrir mat fyrir sig og son sinn. Katrín opnaði sig um þetta í færslu á Facebook og ræddi fyrst við Hringbraut.

„Ég hefði átt að leggja til hliðar hverja einustu krónu umfram þess mánaðarlega til þess að eiga varasjóð ef eitthvað kæmi uppá. Því miður voru nú launin sem ég var á ekki það há að sá sjóður hefið mögulega dugað mér einn mánuð í framfærslu. En svona lítur þetta út, ég var of „tekjuhá“ á þessu ári, því það er jú reiknað ALLT árið þegar maður dirfist til þess að sækja um endurhæfingarlífeyri. Það er að segja ef maður er eins vitlaus og ég að þiggja þær örorkubætur sem ég á rétt á vegna bílslyss sem ég lenti í sem unglingur. Bakið er ónýtt og ég fékk um 20 þúsund á mánuði í bætur,“ segir Katrín og vísar í greiðsluáætlun sína fyrir október sem má sjá hér að neðan.

Greiðsluáætlun Katrínar.

Lenti í bílslysi

Katrín lenti í bílslysi þegar hún var fimmtán ára og varð 50 prósent öryrki í kjölfarið. Að sögn Katrínar eru örorkubæturnar ástæðan fyrir því að hún sé svona tekjulág í dag.

„Ástæðan fyrir þessum lágu tekjum er vegna þess að ég var í kerfinu áður, með opna örorkuumsókn og þess vegna er allt árið reiknað fram að október,“ segir Katrín í samtali við DV.

„Suma mánuði fékk ég auðvitað ekkert þegar ég hef verið of tekjuhá en núna í nóvember í fyrra lenti ég í kulnun. Ég fór á sjúkradagspeninga og kláraði þá þann 1. ágúst. Þá átti að taka við endurhæfingarlífeyrir frá TR en af því að ég hafði alltaf verið inni í kerfinu vegna örorku þá reikna þeir allt árið í tekjur,“ segir Katrín í samtali við Hringbraut.

Jafnar sig eftir kulnun

„Ég hefði auðvitað átt að gefa þessa upphæð frá mér, því það gæti mögulega komið til þess að ég þyrfti einhvern tímann á því að halda að sækja um endurhæfingu. En þetta er staðan, ég kom mér í þetta vesen sjálf. Ég er í ferli að jafna mig eftir kulnun,“ segir Katrín.

„Sálfræðingurinn minn var mjög svo hissa á því hversu lengi ég er að jafna mig, ég útskýrði fyrir henni að það væri nær ómögulegt að æfa sig í að slaka á og forðast stress þegar maður er að telja aura,“ segir hún.

Hvað er kulnun? Samkvæmt endurhæfingastofnuninni VIRK er kulnun alvarlegt langtíma neikvætt ástand hjá einstaklingi sem er tilkomið vegna viðvarandi streitu tengdri vinnu og samanstendur af tilfinningalegri örmögnun, mikilli líkamlegri þreytu og vitsmunalegri stignun.

Katrín segist ekki vera viss af hverju hún opnaði sig um málið á Facebook. „Ég er bara svo reið og svekkt út í þetta öryggisnet sem maður heldur að maður geti treyst á en bregst svona svakalega,“ segir hún.

„Fyndið samt að maður fái alls staðar þau svör að maður hafi verið of tekjuhár á árinu. Ég er ekkert að sækja um aftur í tímann, ég er sko aldeilis ekki með neina sjóði inni í banka. Svo það sé á hreinu þá er það að vera of tekjuhár að hafa um 300 þúsund í tekjur á mánuði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.