fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025

Skothelt ráð Ernu til að komast í kjólinn fyrir jólin: „Sjálf ætla ég að byrja snemma að undirbúa mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. september 2019 11:27

Erna Kristín deildi þessari mynd með færslunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur, áhrifavaldur og aktívisti fyrir jákvæða líkamsímynd, er með skothelt ráð til að komast í kjólinn fyrir jólin.

Hún segir frá því í nýjustu færslu sinni á Instagram, þar sem hún er með rúmlega 17 þúsund fylgjendur.

„Styttist í jólin og eins og þið vitið þá fylgir því herferð þar sem við erum mötuð á matarsamviskubiti og skyndilausnum hvernig er best að grennast til að komast í „kjólinn fyrir jólin.“ Eins gott að byrja strax ekki satt. Sjálf ætla ég að byrja snemma að undirbúa mig,“

skrifar Erna Kristín og fer yfir þau sex skref sem þarf að fylgja til að komast í kjólinn fyrir jólin.

Fyrsta skref: Ég finn hinn fullkomna jólakjól.

Skref tvö: Ég passa að hann sé sléttur og straujaður fyrir jólin.

Skref þrjú: Ég stilli klukkuna mína á 16:00 á aðfangadag. Gott að vera tímalega fyrir næstu skref.

Skref fjögur: Ég byrja á því að fara í sokkabuxurnar og haldarann (sem oftast nær er íþróttatoppur frá því að ég var 17 ára).

Skref fimm: (Þetta er mikilvægasta skrefið, gott að undirstrika það vel): Ég fer í kjólinn í þeirri stærð sem passar mér.

Skref sex: Ég dansa inn í jólin á réttum tíma í hinum fullkomna kjól, sem ég valdi í þeirri stærð sem ég passa í og akkúrat þannig krakkar, komist þið í fjandans kjólinn fyrir jólin.

Svo bara njóta og elska sjálfan sig og muna, þú kemst í kjólinn fyrir jólin. Þetta snýst bara um að kaupa kjólinn í réttri stærð.“

https://www.instagram.com/p/B2ufZbPgdmi/

Færsla Ernu Kristínar hefur fengið mikil viðbrögð og hafa rúmlega 760 manns líkað við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“

Eldaðu safaríkan hamborgarhrygg eins og stjörnukokkurinn Guðmundur – „Þetta snýst allt um hitagráður“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.