fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025

Lítil bóla reyndist vera húðkrabbamein

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 2. ágúst 2019 19:30

Mynd t.v.: Eftir aðgerð. Mynd t.h.: Fyrir vefjasýnistöku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gibson Miller, 24 ára, tók eftir litlum bleikum blett undir vinstra auga sínu í ágúst 2018. Hún hélt að þetta væri saklaus bóla og pældi ekkert meira í því.

En hún byrjaði að hafa áhyggjur þegar bólan var enn á sama stað nokkrum mánuðum seinna.

Hún fór til húðlæknis sem pantaði tíma fyrir hana í vefjasýnistöku. Á innan við viku var hún greind með tegund af húðkrabbameini sem kallast basal cell carcinoma (BCC).

Læknar sögðu Gibson að hún þyrfti að fara í tvær aðgerðir. Eina til að fjarlægja krabbameinið og annað til að byggja upp aftur vefinn í kringum auga hennar.

Gibson er að jafna sig eftir aðgerð.

Þetta er algengur staður til að fá BCC þar sem fólk gleymir oft, eða sleppir, að setja þarna á sig sólarvörn.

Gibson segist hafa eytt miklum tíma úti síðan hún var barn. Hún viðurkennir að nota stundum sólarvörn en ekki reglulega og er sjaldan með hatt eða sólgleraugu.

Eftir að hafa verið greind með húðkrabbamein skoðaði Gibson gamlar myndir af sér og áttaði sig á því að hún hafði verið með þennan blett undir auganu í þrjú ár áður en hún tók eftir honum.

Hún er nú að jafna sig eftir aðgerð og segist ætla að passa sig núna að nota alltaf sólarvörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug

Neitaði að vinna með Ben Affleck eftir uppákomu í sundlaug
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fókus
Í gær

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.