fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Átta ástæður til að ganga aldrei í háum hælum

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 22. apríl 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það líður ekki öllum vel í háum hælum en tískan er oft tekin fram yfir þægindi. Sumir fara bara í hæla við sérstök tilefni en einhverjir kjósa að ganga í þeim dags daglega.

Þú getur hlustað á tískulögguna eða lækna eftir því hversu annt þér er um fætur þína. Hér eru að minnsta kostu átta ástæður til að sniðganga háa hæla.

Þú getur endað með raunverulega Barbie fætur

Því meira sem þú gengur í hælum sem eru hærri en fimm sentímetrar er hætta á að sinin sem tengir kálfann við hælbeinið styttist. Til eru dæmi um konur sem geta ekki gengið á flötum grunni sökum þessa.

Það er til læknisfræðilegt heiti yfir verkina sem þú færð í fæturna

„Metatarsalgia“ er læknisfræðilegt hugtak yfir verkinn sem kemur í kjölfar þess að standa sífellt á táberginu. Þetta gæti orðið til þess að þú breytir göngulagi þínu til að forðast að setja þyngdina á tábergið, jafnvel án þess að taka eftir því.

Þér getur liðið eins og það séu steinar í fótunum þínum

Klemmdar taugar eru annað vandamál sem fylgir háum hælum sem veita ekki nægilegan stuðning. Að þrengja að tánum getur valdið þessum leiða vanda og viðkomandi líður þá eins og steinn sé í skónum.

Það sem er vont getur aðeins versnað

Þeir sem glíma við einhver fótavandamál fyrir geta átt von á því að þau versni til muna. Háir hælar ýta undir vandann og auka sársauka.

Hælar geta farið illa með hnén

Samkvæmt rannsókn sem kom út fyrir þremur árum geta mjög háir hælar flýtt fyrir öldrun hnjáliða og farið illa með hnén. Hættan eykst enn meira hjá þyngri konum.

Verkurinn varir þótt hælarnir fari

Þú heldur kannski að þú venjust hælum því oftar sem þú gengur í þeim, en verkurinn sem þú finnur strax hverfur ekki endilega um leið og hælarnir fá að fjúka. Rannsókn meðal breskra kvenna sem gengið hefðu í hælum daglega um árabil leiddi í ljós að þær höfðu styttri vöðva í kálfum og stífari sinar í hælnum. Þær áttu því erfiðara með að teygja til að draga úr verkjum.

Bakið stífnar upp

Þegar þú gengur í hælum standa kálfarnir út og bakið bognar aftur til að koma jafnvægi á líkamsstöðuna. Þetta þykir líta vel út, en það er til of mikið af því góða því þessi líkamsstaða getur þróast í króníska bakverki þar sem vöðvarnir eru of stífir.

Plís, ekki detta

Það stafar raunveruleg slysahætta af pinnahælum. Þó göngulagið geti verið ansi þokkalegt hjá þeim sem hafa náð tökum á því er algengt að konur séu valtar í slíkum skóbúnaði og hætta á að þær detti. Þá er það yfirleitt ekki hæðin sem veldur þeirri hættu heldur einfaldlega hversu mjóir pinnarnir eru.

Sérfræðingar hvetja konur til að taka skynsamlegar ákvarðanir hvað þetta varðar. Það hlýtur enginn skaða af hælum við sérstök tilefni.

Það ætti hins vegar enginn að ganga í hælaskóm daginn út og inn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Margir upplifa kynferðislega örvun af kitli

Margir upplifa kynferðislega örvun af kitli
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.