fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Raggi er 145 kíló og kominn með nóg: „Gáfulegast að taka kúrinn Hættu að éta eins og fífl“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 6. mars 2019 11:00

Nýtt líf Ragga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var einmitt mjög grannur unglingur,“ segir framleiðandinn og klipparinn Ragnar Eyþórsson í innslagi í Íslandi í dag. „Svo hefur maður minni þörf fyrir að vera grannur þegar maður er kominn í samband […] Svo vernar þetta þegar maður hefur minni tíma.“

Ragnar, eða Raggi eins og hann er oftast kallaður, hefur unnið í sjónvarpsbransanum í fjölmörg ár, en segir að hann hafi byrjað að þyngjast mikið þegar hann fór í háskóla í Norður-Ameríku.

„Ef maður var ekki að læra á fullu var djamm og sukkað í Mac og cheese og hamborgurum. Tíminn hljóp frá manni að sinna líkamanum,“ segir hann. Hann var um áttatíu kíló í menntaskóla og var orðinn hundrað kíló þegar hann fór í háskóla.

„Ég kom heim um 120 kíló þremur árum síðar. Þá var ég 26 ára.“

„Ég hef ekki verið í tveggja stafa tölu síðan á síðustu öld“

Núna er Raggi 145 kíló en segir það ekki hafa mikil áhrif á sjálfsmynd sína.

„Ímynd mín með sjálfan mig er alltaf mjög fín,“ segir hann, en bætir við að honum finnist leiðinlegt að daglegar athafnir, eins og að ganga upp stiga, séu erfiðar. Því hefur hann ákveðið að taka heilsuna föstum tökum og er með skýr markmið.

„Ég ætla að reyna að hrynja niður í þyngd. Ég ætla að byrja á að koma mér niður í svæðisnúmer og trappa mig svo niður í útvarpsstöðvarnar,“ segir Raggi á gamansömum nótum eins og hans er von og vísa. „Ég hef ekki verið í tveggja stafa tölu síðan á síðustu öld.“

Raggi er byrjaður að hreyfa sig á ketilbjöllunámskeiði hjá útvarpsmanninum Kristóferi Helgasyni í World Class og ætlar líka að taka mataræðið í gegn.

„Eftir alla þessa kúra held ég að það sé gáfulegast að taka kúrinn Hættu að éta eins og fífl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.