fbpx
Mánudagur 28.september 2020

Kristbjörg Ásta taldi sjálfsvíg vera sjálfselsku þar til hún upplifði þunglyndi og sjálfsvígshugsanir

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég eins og margir ólst upp með það hugarfar að sjálfsvíg væru sjálfselsk. Hugsunin sem ég var með til að styðja það var einföld, að manneskja skuli taka sitt eigið líf og skilja alla þá sem henni/honum þykir vænt um til að syrgja er sjálfselskt,“ segir Kristbjörg Ásta í einlægri færslu sinni á Amare.

„En lífið er ekki einfalt, það er alltaf eitthvað meira bak við tjöldin, það er þessi hlið sem ekki allir þekkja sem tekur völdin.“

Segist Kristbjörg ekki hafa áttað sig á því að fólk sem falli fyrir eigin hendi hafi verið andlega veikt. Ekki fyrr en hún var orðin sautján ára gömul og upplifði vanlíðan sem jókst hratt.

Kristbjörg með dóttur sinni

„Mér fannst ég eitra allt sem var í kringum mig. Allt var erfiðara út af mér. Væri heimurinn ekki bara betur settur ef ég væri ekki í honum? Myndi fólkinu sem ég elska svo heitt ekki líða mikið betur? Jú það myndi kannski syrgja fyrst, en ef við horfum fram á við verður lífið svo mikið betra án þess að hafa mig til að halda aftur af þeim. Þessar hugsanir tóku völdin. Það var svo augljóst hvað það yrði allt mikið betra ef ég væri ekki til, til þess að eyðileggja allt.“

Þunglyndi dregur fólk til dauða

Segir Kristbjörg þá hugsun að sjálfsvíg séu sjálfselsk vera þröngsýna og að fólk sem taki sitt eigið líf sé oft búið að leita sér hjálpar án árangurs.

„Þunglyndi er alvarleg veiki sem dregur fólk til dauða. Í dag sé ég hversu veikar þessar hugsanir eru. En á þessum tíma virtist þetta vera rökrétt.“

Kristbjörg segist hafa verið ein af þeim heppnu sem fékk hjálp áður en henni tókst að enda líf sitt.

„Ég komst inn á geðdeild og fór að vinna í sjálfri mér. Ég gæti ekki verið heppnari með þann stað sem ég er komin á í dag, en það eru ekki allir svo heppnir. Heilinn breytist, hugsanirnar breytast, veiki heilinn trúir því að það sé betra fyrir alla ef hann fer. Maður hættir að trúa að einn daginn verði ljós og maður verður uppgefin á að lifa með þennan þunglyndis djöful hangandi yfir sér. Ég er ekki að segja að allir hugsi eða upplifi eins og ég gerði en ég veit eitt fyrir víst að það er engin sjálfselska þarna bak við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Icardi tryggði PSG sigur
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United skoðar það að fá Kante – Leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho

United skoðar það að fá Kante – Leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

„Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkun“

„Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkun“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Icardi tryggði PSG sigur

Icardi tryggði PSG sigur
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað get ég gert til að hætta að elska hana ?

Hvað get ég gert til að hætta að elska hana ?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Raggi Sig spilaði allan leikinn fyrir FCK – Ísak spilaði í sigri

Raggi Sig spilaði allan leikinn fyrir FCK – Ísak spilaði í sigri
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Allt á suðupunkti á Facebook-síðu Ásmundar – Sakar góða fólkið um að fara í manninn en ekki boltann

Allt á suðupunkti á Facebook-síðu Ásmundar – Sakar góða fólkið um að fara í manninn en ekki boltann

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.