fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Fólk stóð upp og táraðist yfir ræðu Glenn Close: „Við verðum að elta drauma okkar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 11:52

Hjartnæm ræða hjá Glenn Close.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Glenn Close hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir bestu leikkonu í dramahlutverki í nótt fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni The Wife. Glenn, sem er orðin 71 árs gömul, hreyfði við öllum salnum með ræðu sinni.

„Þetta er svo mikill heiður. Það er svo mikill heiður að vera hér með systrum mínum í þessum flokki. Og við höfum fengið að kynnast hvor annarri aðeins og ég get ekki beðið eftir að eyða meiri tíma með ykkur,“ sagði hún, og vísaði þá í þær leikkonur sem voru tilnefndar í sama flokki. „Allt sem þið gerðuð í ár, eða ástæðan fyrir því að þið eruð hér – við ættum allar að vera hér uppi saman, það er allt sem ég get sagt,“ bætti hún við og byrjaði að tárast.

„Það tók fjórtán ár að búa til þessa kvikmynd. Hún var kölluð The Wife. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að það tók fjórtán ár að búa hana til,“ sagði Glenn, en hún hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna í gegnum tíðina, þar á meðal til þriggja Óskarsverðlauna. Það sem hún sagði í framhaldinu varð til þess að allir í salnum stóðu upp og klöppuðu og margir felldu tár.

„Og ég hugsa til móður minnar sem helgaði sig föður mínum alla ævi. Á níræðisaldri sagði hún: Mér finnst eins og ég hafi ekki áorkað neinu. Það var ekki rétt. Það sem mér finnst ég hafa lært af þessari reynslu er að konur eru umönnunaraðilar. Við eigum börn og eiginmenn, ef við erum heppnar, elskhuga okkar, hvern sem er. En við verðum að finna fyllingu innra með okkur. Við verðum að elta drauma okkar. Og við verðum að segja: Ég verð að gera þetta og ég ætti að mega það.“

Glenn bætti síðan við að það hafi verið hennar örlög að vera leikkona, líkt og Muhammad Ali elti sín örlög um að verða boxari.

„Ég sá gömlu Disney-myndirnar og Hayley Mills og sagði: Ég get gert þetta. Og hér er ég í dag. Í september verða komin 45 ár síðan ég byrjaði að vinna sem leikkona og ég get ekki ímyndað mér dásamlegra líf.“

Hér fyrir neðan má horfa á brot úr ræðu leikkonunnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Everton áfram í efstu deild

England: Everton áfram í efstu deild
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
EyjanFastir pennar
Fyrir 18 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham

England: Liverpool mistókst að vinna West Ham
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.