fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Kærasti Eddu Sifjar „aftröllar“ hana: „Verandi barn alkóhólista voru jólin aldrei neinn uppáhalds tími“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 21. desember 2018 21:00

Edda Sif Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edda Sif Pálsdóttir dagskrárgerðarkona á RÚV hefur í dágóðan tíma séð um að flytja Íslendingum fréttir af öllu því mikilvægasta sem er í gangi í íþróttaheiminum. Undanfarið hefur Edda Sif svo ferðast um landið og kynnt Íslendingum fyrir hverjum krók og kima í þáttunum Landinn. Edda er ekki mikið jólabarn en kærasti hennar vinnur hörðum höndum þessa dagana við það að aftrölla hana.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?

Ég er alin upp við það já og amma hefur tekið að sér að hýsa ósköpin þó að pabbi eldi. Hún er reyndar að stinga af til Tenerife núna svo skötumálin eru líklega í uppnámi fatta ég þegar ég svara þessu.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?

Það eru alltaf rjúpur á jólunum hjá mömmu og pabba en ég verð hjá tengdafjölskyldunni í ár og þar er alltaf hamborgarhryggur.

Hvað finnst þér að megi alls ekki sleppa á jólunum?

Félagsskapurinn er klárlega það mikilvægasta. Mér er eiginlega alveg sama hvar ég er um jólin eða hvað er gert ef ég er með góðu fólki.

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

Það eru bókstaflega engar jólahefðir í minni fjölskyldu nema sú að mamma segir alltaf á aðfangadagskvöld að sósan með rjúpunum hafi verið betri hjá pabba í fyrra. Sem er reyndar mjög fyndin hefð. En við æskuvinkona mín höfum alltaf gefið hvor annarri pínulitla þorláksmessugjöf sem er góð hefð og svo fáum við parið okkur alltaf pulsu á gamlársdag (á nýjum stað hvert ár) sem er líka gaman.

Eftirminnilegustu jólin?

Verandi barn alkóhólista voru jólin aldrei neinn uppáhalds tími en jólin ´95 eru eftirminnileg því þá var ég nýbúin að eignast lítinn bróður sem ég var ægilega lukkuleg með. Jólin 2014 eru líka eftirminnileg því þá voru allir í útlöndum nema ég og þáverandi kærasti. Við vorum ein með öll dýr fjölskyldunnar, keyptum tilbúið beef wellington til að vera örugg en klúðruðum svo kartöflunum.

Hvað er uppáhalds jólalagið þitt?

Ég ætla ekki að reyna að fegra þetta; ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í lífinu eru það jólalög. Eina lagið sem ég kemst í gegnum er „Hvað fékkstu í jólagjöf?“ með Ríó Tríó. Enda getur Ríó Tríó ekki klúðrað neinu. Kærastinn minn er mikið jólabarn og er að vinna í að aftrölla mig fyrir þá sem eru farnir að hafa áhyggjur af mér þegar hér er komið sögu í þessu viðtali.

Hefur þú fengið kartöflu í skóinn?

Ekki svo ég muni til nei.

Hvort finnst þér aðfangadagur eða gamlárskvöld skemmtilegri?

Á gamlárskvöld fæ ég uppáhaldsmáltíðina mína ár hvert – kjöt sem við eldum í fondue-potti með alls konar sósum og meðlæti svo ég verð eiginlega að velja það. Þá er líka allt afslappaðra en á jólunum og svona.

Ætlar þú að strengja áramótaheit?

Ég hef yfirleitt ekki gert það nei en reyni að skána allavega aðeins með hverju árinu sem líður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 11 klukkutímum

Besta deild kvenna: Tindastóll gerði góða ferð í Garðabæinn – Breiðablik með þægilegan sigur

Besta deild kvenna: Tindastóll gerði góða ferð í Garðabæinn – Breiðablik með þægilegan sigur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta í fari Vilhjálms fer mest í taugarnar á Katrínu

Þetta í fari Vilhjálms fer mest í taugarnar á Katrínu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.