fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Bolli fann bát sem kom í ljós að var hluti af verkefni um hlýnun jarðar – Hóf siglingarför sína fyrir þremur árum

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 29. október 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bolli Thor Bollason var í göngutúr með tíkina sína hana Týru í síðustu viku þegar hann sá áhugaverðan viðarbút liggja á milli steina. Bolli ákvað að skoða hlutinn betur og sá þá að um brennimerktan bát var að ræða.

Tv. báturinn áður en hann hafði siglt í þrjú ár, th. báturinn eftir að Bolli fann hann

„Ég var í göngu með tíkina mína, Týru, svona á uppáhalds staðnum mínum þegar ég sá þetta liggja á milli steina. Ég ákvað að taka þetta upp og skoða betur og sá ég þá að heimasíðan hafði verið brennimerkt á bátinn, þá varð ég svaka spenntur fyrir þessu. Ég ákvað að fara á slóðina en ég fann ekkert því heimasíðan þeirra var biluð. Ég Googlaði þetta betur og fann þá blogspot fróðleik frá árinu 2015 og þar skrifaði ég þeim að ég væri hugsanlega með bát frá þeim,“ segir Bolli Thor í samtali við Bleikt.

Í ljós kom að báturinn hóf siglingarför sína fyrir þremur árum síðan og hafði hann ferðast 3218 kílómetra þar til hann strandaði á Íslandi.

„Þetta er skólaverkefni sem var gert í sambandi við global warming og sá sem sér um verkefnið heitir Dave Forcucci. Það á að skrifa grein um þetta en hún er ekki enn komin, Dave talaði um að hún kæmi í New York Times.“

Bátarnir sem um ræðir eru skreyttir frá nemendum í grunnskóla. Þegar því er lokið ferðast bátur með þá á norðurpólinn og þar eru þeir skildir eftir ofan á ísjaka. Með þessu er verið að kenna nemendum á hlýnun jarðar.

Bolli hefur nú þegar rætt við þá sem sjá um verkefnið en á þó eftir að fara í ítarlegra viðtal vegna fundarins.

„Ég veit ekki enn þá hvernig þetta verður. Ég er búin að greina þeim frá því hvar ég fann þetta og svona en ég fór bara beint á sjóinn eftir þetta.“

Siglingarleið bátsins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“

Hafði furðað sig á liðsfélögum Gylfa – „Loksins“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.