fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Þess vegna borar þú í nefið: En ert þú meðal þeirra sem borða horið?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 15. október 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstum því hver einasta manneskja borar í nefið, en hversu oft og af hverju borum við í nefið? Vísindamenn hafa lengi beint sjónum að þessu enda er það ekki sérstaklega hollt fyrir fólk að stunda þennan ósið eins og margir telja þessa hegðun vera.

Þrátt fyrir að næstum allir bori í nefið þá kæra fæstir sig um að vera staðnir að verki við þessa iðju. Það þykir ekki gott afspurnar að vera gripinn með fingurna á kafi í nösunum. Það má eiginlega segja að þetta sé ekki samfélagslega viðurkennd hegðun.

En afhverju höfum við þessa þörf fyrir að rannsaka innviði nasanna með fingrunum og af hverju í ósköpunum hafa sumir áhuga og lyst á að prufa hvernig innihaldið bragðast? Þessur hefur Jason G. Goldman, vísindarithöfundur, reynt að svara og í grein sem hann skrifaði fyrir BBC Future fer hann yfir ýmisleg vísindaleg gögn um þetta.

Læknisfræðilegt heiti þess að bora í nefið er „rhinotillexomania“ og fyrsta vísindarannsóknin um þetta áhugaverða efni var gerð 1995 þegar bandarískir vísindamenn spurðu 254 fullorðna einstaklinga út í nefbor þeirra. 91 prósent þeirra játuðu að þeir boruðu í nefið og 1,2 prósent þeirra sögðust gera það að minnsta kosti einu sinni á klukkustund hverri. Tveir töldu að nefborið hefði slæm áhrif á daglegt líf þeirra og tveir sögðust hafa borað af svo miklum krafti i nefið að þeir hefðu gert gat á húðina sem aðskilur nasirnar.

Fimm árum síðar rannsökuðu læknarnir Chittaranjan Andrade og BS Srihari hjá National Institute of Mental Health and Neuroscineces í Bangalor á Indlandi þetta merkilega fyrirbrigði. Þeir söfnuðu gögnum hjá 200 unglingum sem viðurkenndu næstum allir að þeir boruðu í nefið. 20 prósent þeirra töldu sig glíma við alvarlegt vandamál vegna þessa þrátt fyrir að aðeins 7,6 prósent þeirra segðust stinga fingrunum 20 sinnum eða oftar í nasirnar daglega.

Flestir sögðust bora í nefið því þeim klæjaði eða til að hreinsa nasirnar en 12 prósent viðurkenndu að þeir boruðu í nefið því það væri gott. Einnig kom fram að fólk lætur ekki alltaf nægja að nota vísifingurinn til verksins heldur er einnig gripið til tanga og blýanta. 4,5 prósent aðspurðra viðurkenndu að þeir borðuðu afurðirnar sem koma úr nefinu. Ekki var neinn munur á þessari iðju eftir því úr hvaða stigum samfélagsins fólkið kom. Á móti var munur á kynjunum því fleiri strákar boruðu í nefið en stelpur og þær töldu frekar að þetta væri slæmur ávani.

Þrátt fyrir að þetta virðist vera nokkuð saklaus iðja – en þó frekar ósmekkleg – þá sýna niðurstöður hollenskrar rannsóknar frá 2006 að þetta er góð leið til að dreifa bakteríum og sýkingum með þeim. Vísindamennirnir komust að því að fólk sem borar í nefið er líklegra til að vera með stafýlókokka í nefinu en fólk sem ekki borar í nefið.

Það er því eiginlega undarlegt að fólk haldi áfram að bora í nefið, vitandi að það er óhollt og að flestum finnist það ógeðslegt.

Jason G. Goldman segist sjálfur telja að skýringuna geti verið að finna í því að fólk fái ákveðna fullnægingu út úr því að hreinsa nasirnar auk þess sem nefið er nánast alltaf í seilingarfjarlægð. En kannski gerum við þetta bara af því að við erum löt og nennum ekki að ná okkur í pappír þegar kemur að því að hreinsa nasirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.