fbpx
Sunnudagur 14.september 2025

Listi af orðum sem íslenskir unglingar nota en fullorðnir skilja ekki – Bröllur, nöllur og helluð á pjöllunni

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 20. september 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Ósk Sveinsdóttir er í námi þar sem hún er að læra um orð sem íslenskir unglingar nota en fullorðið fólk skilur ekki. Í gær bað hún um aðstoð fólks á síðunni Beauty Tips um að segja sér frá slíkum orðum og stóðu viðbrögðin ekki á sér.

„Ég er í skóla og við erum að læra um þetta, en annars var þetta bara forvitni. Mörg af þessum orðum hef ég aldrei heyrt áður,“ segir Katrín í samtali við Bleikt.

Eins og fyrr sagði stóðu viðbrögðin ekki á sér og fékk Katrín heilan helling af orðum sem unglingar í dag nota í daglegu tali sem fullorðið fólk á í erfiðleikum með að skilja. Katrín gaf Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta hluta af orðunum og útskýringar á þeim hér:

  • Ekki mölli: Ekki möguleiki
  • Fössari: Föstudagur
  • Hlella: Hleðslutæki
  • FYI: For Your Information
  • ASAP: As soon as possible
  • Gemmer: Gefðu mér
  • Frella: Frétta
  • Sry: Sorry
  • Grammið: Instagram
  • Rolex: Róleg
  • Tardi: Þroskaheftur
  • Nikkari: Nikotínsjokk
  • Rúffið: Þakið
  • Hax: Hagstætt
  • Letsa: Fara
  • Fröllur: Franskar
  • Bjöller: Bjór
  • Jóló: You only live once
  • Mood: eitthvað sem þú tengir við
  • Blekaður: Fullur
  • Farinn: Mjög fullur
  • Sleller: Sleikur
  • Deddý: Kynþokkafullur eldri maður
  • Blók: Gæi
  • E‘ha: Er það
  • Keddari: Tómatsósa
  • Flalla á Biffanum: Flöskuborð á B5
  • Nák: Nákvæmlega
  • Illað: Geðveikt
  • Lit: Flott
  • Silló: Sígarettur
  • Bröllur: Brauðstangir
  • Kvellari: Kveikjari
  • Frullur: Freðinn og fullur
  • Kolla: Kokteilsósa
  • Orsom: Eða eitthvað
  • Nennis: Nenni því ekki
  • Yeet: Þegar eitthvað dettur
  • Brallari: Brjóstahaldari
  • Nöllur: Nærbuxur
  • Hrallari: Hraðbanki
  • Hurraðu: Drífðu þig
  • Gg: Geggjað
  • Að vera helluð á pjöllunni: Vera vel drukkin
  • Gmt: Gera mig til
  • Seim: Sammála

Nú ættu fullorðna fólkið og unglingarnir loksins að geta átt eðlilegar samræður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum

Framkvæmdastjóri N1: Meiri samkeppni á eldsneytismarkaði hér en á hinum Norðurlöndunum
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi

Vísbendingar um að morðingi Charlie Kirk hafi verið yst til hægri á hinu pólitíska litrófi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Í gær

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“
Fréttir
Í gær

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Söng lag Britney af innlifun undir stýri og velti bílnum um leið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.