fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Hversu oft á að stunda kynlíf til þess að verða ólétt?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 17. september 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að það virðist ganga vel fyrir flesta að eignast börn á náttúrulegan máta, þá getur það verið erfitt fyrir sum pör. Endalausir útreikningar á egglosi, skoðun á legslími og margar fleiri pælingar fara í gegnum höfuðið hjá pörum sem ekki ná að verða ólétt fljótlega eftir að byrjað er að reyna.

Eitt er þó víst, en það er að til þess að eignast barn á náttúrulegan máta þá þurfa öll pör að stunda kynlíf. Metro tók saman tölur yfir það hversu oft fólk ætti að stunda kynlíf þegar verið er að reyna við getnað.

Besti tíminn til þess að verða ólétt er í kringum egglos. Það er bæði hægt að komast að því hvenær egglos á sér stað með því að fara til kvensjúkdómalæknis og með því að kaupa sér egglospróf sem tekin eru heima.

Samkvæmt rannsóknum er best að stunda kynlíf á hverjum degi á meðan á frjósemistímabilinu stendur. Frjósemistímabilið hefst um fimm dögum fyrir egglos. Með því að stunda kynlíf á hverjum degi eru líkurnar á getnaði um 25%.

Þau pör sem stunda kynlíf annan hvern dag á meðan á frjósemistímabilinu stendur eiga um 22% líkur á getnaði. Ef pör ákveða hins vegar að stunda kynlíf einu sinni í viku þá detta líkurnar niður í 10%.

Pör þurfa þó ekki að takmarka kynlífið einungis við frjósemistímann þar sem rannsóknir sýna einnig að reglulegt kynlíf eykur líkurnar á getnaði. Mörg pör hafa áhyggjur af því að þau njóti kynlífsins ekki jafn mikið þegar þau eru að reyna að verða ólétt, þar sem allt getur farið að snúast um getnaðinn. Það er því mælt með því að stunda kynlíf eins oft og fólk vill en að reyna að leggja auka áherslu á það á frjósemistímanum. Ef par hefur reynt að eignast barn í eitt ár án þess að takast það er mælt með því að leita til kvensjúkdómalæknis þar sem eitthvað gæti verið að trufla getnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið