fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Átta hlutir sem gætu hjálpað þér að komast í gegnum erfiða daga

Vynir.is
Fimmtudaginn 23. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumir dagar eru einfaldlega erfiðari en aðrir dagar. Þetta er eitthvað sem allir finna fyrir í gengum lífið. Ég er greind með kvíða og áfallastreituröskun og lært að finna hluti sem hjálpa mér í gengum þessa daga. Það tók tíma og mikla þolinmæði að finna þessa hluti en það tókst á endanum. Fólk er misjafnt og það sem hentar einum gæti gert daginn verri hjá öðrum, þess vegna mæli ég með að fólk taki sér tíma í að finna hvað hentar þeim sjálfum. Ég ætla að deila með ykkur þeim átta hlutum sem koma mér í gengum erfiða daga.

  1. Söngur bætir lífið

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á söng, alveg síðan að ég man eftir mér. Söngurinn hefur komið mér í gengum lífið, ég syng þér mér líður vel og ég syng þegar mér líður illa. Það er fátt betra en að loka sig af og syngja af öllum lífs og sálarkröftum til þess að losa um tilfinningar.

  1. Jólatónlist

Já þið lásuð rétt jólatónlist. Það breytir engu hvaða mánuður er, ef andlega hliðin fer langt niður þá hlusta ég á jólatónlist. Ég er ekki að tala um að ég sitji allan daginn og hlusti á eintóm jólalög en eitt og eitt lag yfir daginn gerir rosalega mikið fyrir mig. Allt mitt líf hef ég verið rosalegt jólabarn. Það hefur ósjaldan skeð að tónleikarnir Jólagestir Björgvins ómi um húsið mitt í ágúst, fjölskyldu minni og vinum til mikillar undrunar. Eitt lag er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en það er lagið Mamma með Björgvini Halldórssyni en þetta lag gefur manni að mínu mati aðra innsýn á lífið.

  1. Að baka

Bakstur hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Báðar ömmur mínar voru baksturskonur miklar og mamma er það líka svo ég á margar minningar úr æsku sem tengjast bakstri. Þegar ég var yngri dáðist ég alltaf að því hvað þessum merkilegu konum í lífi mínu þótti þetta gaman, róandi og gefandi. Ætli það sé ekki þessum konum að þakka að í dag elski ég að baka og geri það óspart til þess að koma mér í betra skap.

  1. Tónlist með Bubba.

Ég ólst upp við að hlusta á Bubba Mortens. Þegar ég var yngri leið ekki einn dagur þar sem að Bubbi var ekki spilaður heima. Ég var ekki há í loftinu þegar ég var farin að kunna alla helstu textana hans utanbókar og bað ítrekað um að lög með honum yrðu spiluð í bílferðum.

  1. Fjölskyldan mín.

Ég er svo heppin að eiga frábæra fjölskyldu. Ég á æðislega foreldra, skilningsríka bræður, hjartastórar mágkonur og guðdómleg frændsystkin. Ég er einnig mjög heppin að foreldrar mínir eiga stóran systkinahóp og þeim hóp fylgir haugur af börnum og barnabörnum svo baklandið er stórt. Það er fátt betra en að setjast niður með fjölskyldunni gleyma öllu sem amar að og eiga góða og skemmtilega stund með fjölskyldunni.

  1. Vinkonur mínar.

Ég á æðislegan vinkonuhóp sem samanstendur af frábærum stelpum úr mismunandi áttum úr lífi mínu. Allar þessar stelpur eiga það sameiginlegt að þykja vænt um mig, og mér um þær. Það að eiga svona frábæran vinahóp er ákveðin björgunarhringur fyrir mig. Ég veit að ef eitthvað bjátar á eða mér líður ekki nógu vel þá eru þær einni símhringingu í burtu. Stór partur af hópnum býr hinum megin á landinu. Þó svo að mig langi virkilega að hitta þær oftar þá að þá eru þær komnar með gott lag á að hressa mig upp í gengum síma.

  1. Freyðibað með kertaljósum.

Það er fátt betra eftir erfiðan dag en að koma heim, kveikja á kertum og leggjast í sjóðandi heitt freyðibað. Það skemmir ekki fyrir að hafa góða og róandi tónlist með, þá fyrst nær maður fullkomnum slaka fyrir næstu verkefni.

  1. Roadtrip.

Roadtrip eða ferðalag er eitthvað sem hjálpar mér að slaka á. Mér finnst mjög róandi að setjast upp í bíl, setja góða tónlist í gang og keyra af stað. Oftar en ekki hef ég enga hugmynd um hvert förinni er heitið og læt bara koma mér á óvart hvar ég enda. Ferðalagið þarf ekki að vera langt, getur verið frá hálftíma og upp í margra klukkustunda ferðalag. Þægileg leið til þess að slaka á og tæma hugann. Þessi ferðalög geta líka hjálpað manni að koma skipulagi á lífið.

Færslan er skrifuð af Stefaníu Hrund og birtist upphaflega á Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?

Stimplaði sig inn klukkan 9: Yfirmaðurinn allt annað en sáttur – Hvor hefur rétt fyrir sér?
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.