fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Eva Rún gerir upp fortíðina: „Ég þurfti að segja frá minni upplifun svo ég gæti fyrirgefið“

Mæður.com
Laugardaginn 16. júní 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir eineltisfærsluna mína hér og birtingu viðtals við mig í DV hér, hef ég tekið mér mikinn tíma í að hugsa um allt sem fór úrskeiðis á mínum unglingsárum og áttað mig á því hversu lítið, en samt svo mikið ég hef unnið úr þessum málum.

Að rifja upp allt sem hefur gerst; misnotkun, einelti, ólétt 14 ára, lítill stuðningur frá skóla og meira einelti hefur virkilega tekið á andlega.

Þegar ég samþykkti að tekið yrði við mig viðtal fyrir DV hugsaði ég með mér hvað ég vildi fá út úr þessu viðtali, hvað vill ég að breytist og mun ég fá einhverja hugarró? Ég var ekki viss, en ákvað samt að slá til – ég hafði engu að tapa.

Hvað vildi ég fá út úr þessu viðtali?
Ég vildi sýna þessu fólki hversu illa það fór með mig.
Mig langaði að skólinn sæi hversu lítið þeir tóku á mínum málum og að þeir myndu viðurkenna sín mistök. Og síðast en ekki síst vildi ég að aðrir skólar tækju mig sem forvörn og myndu gera sér grein fyrir stuðningnum sem þeir þurfa að veita þeim sem verða ungir foreldrar.

Hvað vildi ég að myndi breytast?
Fyrst og fremst viðhorf til mæðra/feðra sem eignast börn í grunnskóla – það er ekki algengt, en það gerist.
Eineltisstefnur í skólum eiga að vera teknar alvarlega og það á að fara eftir þeim, í mínu tilfelli var það ekki gert og það er til skammar. Foreldrar eiga að kenna börnunum sínum hvernig á að umgangast önnur börn.

Fékk ég hugarró?
Ég var rosalega stressuð fyrst og pínu efins um hvað ég hefði eiginlega verið að gera. Að tala opinskátt um þetta eftir allan þennan tíma var kannski ekkert sniðugt.
En ég var ekki að gera þetta fyrir þau. Mér varð allt í einu alveg sama um þau. Þetta var fyrir mig. Ég þurfti að segja frá minni upplifun og minni reynslu, svo ég gæti fyrirgefið og sett þetta á hilluna.

Eftir viðtalið leið mér eins og heimurinn hafi verið tekinn af herðum mér. Loksins var ég ekki að bera þennan sársauka ein. Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn. Ég fann það loksins að ég gat fyrirgefið.

Í sumarspá Siggu Kling skrifaði hún eftirfarandi;
,,Þú getur fengið skell af því að þú segir sannleikann og það verða ekki allir ánægðir með það sem þú gerir, en hverjum er ekki skítsama? Já notaðu það orð ef það er einhver sem vill breyta þér eða beygja þig.“

Draumurinn minn væri samt ennþá að geta farið í grunnskóla til að miðla minni reynslu og mínum sársauka áfram. Enginn á skilið að verða fyrir einelti.

Hægt er að fylgjast með Evu á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: evarun95

Færslan birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.