fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Lilja í hópi fimmtán færustu förðunarfræðinga á Norðurlöndunum – Þarf þína hjálp til að sigra

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 12:00

Mynd úr keppninni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Þorvarðardóttir förðunarfræðingur tekur nú þátt í keppninni Nordic face awards í annað skiptið. Á síðasta ári komst Lilja í topp 30 en í ár stefnir hún á sigur.

„Þetta er þriðja árið sem Nordic face awards er haldið en Face awards er ein stærsta förðunarkeppnin í Bandaríkjunum. Hún er haldin í 43 löndum út um allan heim en Nordic face awards er sem sagt keppnin sem er bara haldin innan Norðurlandanna,“ segir Lilja í samtali við blaðamann.

Lilja er virkilega hæfileikarík / Mynd úr keppninni

Lilja er 24 ára gömul og útskrifaðist hún árið 2016 úr Mask makeup academy.

„Ég tók líka þátt í fyrra og komst í topp 30. Einhvern veginn þá fékk ég bara spark í rassinn og langaði að gera þetta 100% í ár og vinna keppnina.“

Keppnin er haldin í skrefum og í hverju skrefi er ný áskorun.

Hjálpum Lilju með því að kjósa hana / Mynd af síðu Nordic face awards

„Keppendur gera myndband af ákveðnu þema og dómnefnd velur hverjir komast áfram alveg þangað til í topp 15. Eftir það fara völdin til áhorfendanna og kjósa þeir hverjir komast í topp 5, þá taka dómararnir aftur við og velja sigurvegara. Hvert einasta atkvæði skiptir miklu máli og þetta er mikið ævintýri. Mig langar að Íslendingur taki þetta heim í ár.“

Nýjasta myndband Lilju má sjá hér fyrir neðan og hægt er að kjósa hana einu sinni á dag til 22. maí inn á Nordicfaceawards.com

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“

Segir að Liverpool eigi eigingjarnasta leikmann sögunnar – ,,Hann gerði meira mál úr þessu“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu

Helga spurði Jón Gnarr óvæntrar spurningar sem vakti kátínu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?

Er Stórfótur raunverulegur og hvers vegna nær enginn að fanga hann á góðri mynd?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.