fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025

Stefanía: „Ég trúi þessu ekki enn þá. Litla Bolla Beikon, eins og mamma kallar mig, að fara í Ungfrú Ísland?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Tara Þrastardóttir er 22 ára stelpa frá Akureyri. Hún er búsett eins og er í Hvalfjarðarsveit með kærastanum sínum. Hún hefur alltaf verið mikil áhugamanneskja um förðun, hár, neglur og tísku. Stefanía hefur sungið síðan hún man eftir sér og er það hennar helsta áhugamál.

Stefanía Tara Þrastarsdóttir

Stefanía hefur starfað með börnum síðasta eitt og hálft ár en hún segir að draumurinn sinn sé að stofna eigin fyrirtæki og vera sinn eiginn herra.

„Það fyrirtæki myndi alltaf beinast að mínum áhugamálum á einn eða annan hátt,“

segir Stefanía í samtali við Bleikt. Hún er að taka þátt í Ungfrú Ísland í ár.

„Ég skráði mig algjörlega í einhverju sjálfstraustarkasti og hugsaði svo ekkert um það meira[…] Ég trúi þessu ekki enn þá. Litla Bolla Beikon, eins og mamma kallar mig, að fara í Ungfrú Ísland?“

Aðspurð hvað kom til að hún sótti um segir Stefanía að hún sótti um í fyrra en fékk neitun.

„Þegar það opnaði fyrir umsóknir aftur í ár fékk ég tölvupóst um það og ákvað að senda inn aftur. Ég hugsaði bara: af hverju ekki? Mér líður rosalega vel eð það. Svona ferli kennir manni margt og meðal annars að elska sjálfan sig enn meira og kunna að meta nákvæmlega hvernig maður er,“

segir Stefanía. Hún segist vera ótrúlega spennt fyrir myndatökunum sem eru fram undan og kvöldinu sjálfu. „Valið á kjólnum er sennilega mest stressandi en annars er þetta allt mjög afslappað og skemmtilegt,“ segir Stefanía.

Stefanía skrifaði um þátttöku sína í Ungfrú Ísland á Facebook og viðtalið sem hún fór í hjá keppninni.

„Það taka á móti mér þó nokkuð margar stúlkur, fyrrverandi og núverandi fegurðardrottningar, framkvæmdastjóri, og síðast en ekki síst eigandi keppninnar. Ég kom engu orði upp, fyrr en ég settist fyrir framan þetta langborð af fegurðardrottningum: “Vá, þetta er ekkert stressandi.“

Þetta viðtal var sjúklega venjulegt, þægilegt og óformlegt, sem var einhvern veginn akkúrat það sem ég hélt að það yrði ekki.

Við fórum yfir heima og geima, ég sagði þeim allt sem þær vildu vita um mig og mína. Gekk ég þar út með opnum, en þó samt ekkert svakalega bjartsýnum hug. Einnig með þær upplýsingar að ég fengi lokasvar um miðjan maí í síðasta lagi, hvort sem væri af eða á. Það má eiginlega segja að ég hafi nærri sett þetta á bak við mig, áður en ég fékk nokkuð svar.

Á mánudagskvöldið síðastliðið, sat ég í makindum mínum að horfa á Asíska drauminn upp í rúmi, þegar síminn minn titrar. Ég fékk tölvupóst.

„Til hamingju – Þú hefur verið valin í hópinn sem tekur þátt í Ungfrú Ísland 2017.“

WHAT????

Ég trúi þessu ekki enn þá… Litla Bolla Beikon, eins og mamma kallar mig, að fara í Ungfrú Ísland? Ég ætla gera mitt allra besta, vera fyrirmynd og fulltrúi allra þeirra Bolla Beikona sem fyrirfinnast.“

Hægt er að fylgjast með Stefaníu á samfélagsmiðlum.
Snap: stefaniatara
Instagramstefaniatara
FacebookFacebook.com/stefaniataraui2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Bókasafnsbók skilað 82 árum of seint – Þetta er sektarupphæðin

Bókasafnsbók skilað 82 árum of seint – Þetta er sektarupphæðin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.