fbpx
Mánudagur 20.október 2025

Tíu ára drengur hefur fundið upp snilldar tæki til að koma í veg fyrir að börn deyi í heitum bílum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 27. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan 1998 hafa í kringum 712 börn dáið vegna hitaslags í Bandaríkjunum eftir að hafa verið skilin eftir í bifreiðum í miklum hita. Það þarf ekki meira en fimmtán mínútur í funheitum bíl til þess að barn hljóti lífshættulegan nýrna- eða heilaskaða af völdum hitans. Flest börn sem deyja eftir hitaslag í bíl eru undir tveggja ára aldri. Gæludýr geta einnig dáið á sama máta.

Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er ólöglegt að skilja börn eftir í bílum. Hér má sjá forvarnarmyndband sem Northview sýsla í Missouri styrkti.

Tíu ára drengur frá Texas hefur fundið upp tæki sem vonandi gerir þessi hræðilegu dauðsföll hluta af fortíðinni. Bishop Curry er gáfaður og skapandi ungur strákur. Hann hefur fundið upp tæki sem kallast Oasis.

Þetta sniðuga apparat fylgist með hitastiginu inni í bílnum. Þegar hitinn fer yfir ákveðið stig þá kemur kalt loft úr tækinu og á sama tíma sendir tækið frá sér viðvörun til foreldranna og yfirvalda í gegnum loftnet.

Bishop fékk hugmyndina að Oasis eftir að sex mánaða ungbarn nágranna hans lést vegna hitaslags eftir að hafa verið í heitum bíl.

Þó svo að Bishop er eins og er aðeins með 3-D leirlíkan af tækinu þá hefur hann og faðir hans safnað yfir 24 þúsund dollurum fyrir uppfinninguna á GoFundMe. Peningurinn fer í framleiðslu á tækinu og einkaleyfi fyrir því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Hvað er í gangi hjá Bríeti? – Eyddi öllu af Instagram

Hvað er í gangi hjá Bríeti? – Eyddi öllu af Instagram
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.