fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

„Zero waste“ blæðingar – Gætir þú hætt að nota túrtappa og dömubindi?

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 20. júní 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er ekki góð í tölulegum staðreyndum en ég veit að kona sem notar einnota túrtappa eða dömubindi í hvert skipti sem hún fer á túr framleiðir ansi mikið af rusli yfir ævina. Ókei, við framleiðum flest ansi mikið af rusli en mér hefði aldrei dottið í hug að það gæti verið svona auðvelt að minnka við eigin ruslaframleiðslu með því að nota fjölnota tíðavörur. Nú hugsa örugglega margir „ojj, er það ekkert ógeðslegt?“. Eftir að ég sá hrafn (já, fuglinn) stela blóðugu dömubindi úr yfirfullri ruslatunnu þá finnst mér nákvæmlega EKKERT ógeðslegt við það að tæma álfabikarinn minn í klósettið og skella fjölnota dömubindunum mínum í þvottavélina.


Atvikið með hrafninn gerðist í alvörunni og það gerðist HEIMA HJÁ MÉR! Ég var búin að eiga álfabikar í meira en ár en alltaf notað einnota dömubindi með (og tjah, stundum gleymt alveg að nota hann) en eftir að sjá fuglinn fljúga í burtu með blóðugt dömubindi frá MÉR ákvað ég að gera mitt til þess að þetta kæmi aldrei upp aftur.


Ég keypti mér þessi gullfallegu dömubindi frá merkinu Svartir Svanir. Ég ákvað fyrst að kaupa mér bara tvo litla linera til að sjá hvernig þetta hentaði mér en fljótlega keypti ég mér fleiri og get nú farið áhyggjulaus á túr og segi stolt frá því að ég hef ekki notað einnota dömubindi eða túrtappa síðan. Þau eru mjög auðveld bæði í notkun og þrifum og mér finst linerarnir henta fullkomlega með álfabikarnum eða þegar blæðingarnar eru litlar (þeir þola samt ansi mikið). Bindin eru hönnuð og saumuð á Íslandi og til gamans má geta að konan sem á merkið er nafna mín.


Álfabikarinn minn er frá merki sem heitir mooncup og mig minnir að ég hafi fengið hann í heilsuhúsinu. Mooncup er breskt fyrirtæki og eru bikararnir fair-trade, vegan og endast í mörg ár.


Höfundur greinar: Freydís Leifsdóttir

Greinin birtist fyrst á bloggi Freydísar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.