fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

#EkkiNauðgast á Twitter: „Ókunnugir karlmenn nauðga sjaldnar, svo það borgar sig að þekkja enga karlmenn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Límmiðaverkefni Þórunnar Antoníu fyrir Secret Solstice tónlistarhátíðina hefur verið harðlega gagnrýnt. Hugmyndin á bak við verkefnið er að límmiðarnir eru límdir ofan á glös og eiga að koma þá í veg fyrir að hægt sé að lauma nauðgunarlyfi ofan í þau.

Við fjölluðum í gær um gagnrýni Knúz.is á límmiðana en síðan þá hafa margir opinberlega tjáð sig um verkefnið og gagnrýna það fyrir að varpa ábyrgðinni yfir á þolendur. Gagnrýnin snýr meðal annars að því að með límmiðunum sé verið að koma einstaklingum í þá stöðu að það er í þeirra höndum að vera ekki nauðgað og notkun límmiðanna ýti undir þolendaskömm. Óttin er að spurningar eins og: „Af hverju var hún ekki með límmiða?“ verði hluti af þolendaskömm líkt og „hvernig var hún klædd?“ eða „hversu mikið drakk hún?“

Síðastliðin ár hefur baráttan gegn kynferðisofbeldi snúist að miklu leyti um að skila skömminni til gerenda og að þolendur eiga aldrei að þurfa að bera ábyrgð á ofbeldi geranda. Druslugangan sem er haldin hvert ár er mikilvægur og öflugur hluti af þeirri baráttu og hafa samfélagshreyfingar líkt og #Þöggun einnig spilað stórt hlutverk.

Verkefnið hefur ekki einungis fengið á sig neikvæða gagnrýni. Fólk sem styður verkefnið segir að þó svo að það sé synd að þurfa að nota límmiðana þá er raunveruleikinn sá að við búum í samfélagi þar sem er nauðgað og límmiðarnir geta spornað gegn því og aukið öryggiskennd. Límmiðarnir hafa hins vegar einnig verið gagnrýndir fyrir að veita falskt öryggi.

Þórunn Antonía hafnar því að með límmiðunum sé verið að varpa ábyrgðinni á konur. „Þarna er ég að reyna að vekja máls á vanda sem er til og reyna að finna einhverja lausn á því,“ sagði Þórunn í samtali við Vísi.

Sú spurning hefur vaknað hvort límmiðarnir séu átak gegn kynferðisofbeldi eða hluti af þeirri ósanngjörnu ábyrgð sem er varpað á konur svo þeim verði ekki nauðgað?

Það lítur svo út að Twitter hefur talað, en færslur um hvernig á að forðast nauðgun hafa verið merktar með myllumerkinu #EkkiNauðgast. Færslurnar eru margar hverjar augljóslega kaldhæðnar, eins og „flestar nauðganir eru framdar af einhverjum sem þolandinn þekkir. Ekki þekkja neinn“ og „konur verða bara að vera duglegar og treysta engum.“

Hér eru nokkur tíst merkt með #EkkiNauðgast:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum

Fimm handteknir eftir að hundruð milljóna voru sviknar úr Landsbankanum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.