fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Tortillur fylltar með geggjuðu kínóa- og svartbaunahakki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru tortillur með kínóa, steiktu grænmeti og baunum sem eru svo ótrúlega nærandi og bragðgóðar að þær slá alltaf í gegn á mínu heimili. Frábær réttur bæði sem hádegis eða kvöldmatur og ekki síst sem nesti í vinnuna daginn eftir. Ofureinfaldar að gera og dásamlega góðar.

Tortillurnar fylli ég með bragðmiklu kínóa -og svartbaunahakki, allskonar gúmmelaði og geggjuðu gvakamóle mmm… þvílík sæla! Ofurkornið kínóa gefur réttinum góða fyllingu og þar að auki er það stútfullt af næringu. Hægt er að matreiða það á margan hátt. Í súpur, pottrétti og salat svo eitthvað sé nefnt. Þessa dagana er einmitt kínóagrautur með hempmjólk, kókosolíu og berjum sem er í miklu uppáháldi hjá okkur Loga á morgnana.

Ég fann æðislegar glútenlausar tortillur í Kosti sem ég rosa hrifin af. Mér finnst þær í raun mun betri en þessar hefbundu. Ég er farin að reyna sneiða hjá glúteni þar sem Logi minn hefur verið að fá smá exem á kroppinn og þar sem hann ennþá á brjósti hef ég verið að hugsa mikið um matarræðið. Exem er einfaldlega bara bólga sem myndast í húðinni og glúten er mjög bólgumyndandi. Að mínu mati er þetta fæða sem ætti að reyna að sniðganga eða hafa sem spari.

Ef þú ert eins og ég og elskar mexíkóskan mat þá á þetta eftir að slá í gegn. Rétturinn kemur jafnvel hörðustu kjötætunum á óvart. Alveg svakalega gott.

Kínóa og svartbaunahakk:

laukur
paprika
2 hvítlauksrif
portóbellósveppur
1 bolli af elduðu kínóa
dós af rauðum eða svörtum baunum
dós af tómötum
2 msk góð ólífuolía
1 tsk malað kúmen
1 tsk cayennepipar
1 tsk paprika
salt og pipar eftir smekk
2 msk tamari

Aðferð: Grænmetið skorið niður. Hitið ólífuolíuna á pönnu og mýkið laukinn og hvítlaukinn þar á í um 5-7 mín. Setjið portóbellósveppinn og paprikuna út á og haldið áfram að láta þetta eldast í nokkrar mínútur í viðbót. Bætið kínóa og baununum útá og steikið allt létt saman. Í lokin er dós af tómötum hellt út í og kryddað til eftir smekk. Setjið í skál og berið fram.

Gvakamóle:

2 avókadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
safi úr einni límónu
1/2 rauðlaukur, fínsaxaður
1 hvítlauksrif, pressað
kirsuberjatómatar, eftir smekk
handfylli af kóríander, saxað
1/2 tsk sjávarsalt
smávegis hvítur pipar

Aðferð: Stappið avókadóið með gaffli svo það verði að mauki, gott að hafa svolítið af „chunky“ bitum. Þessu er síðan öllu hrært saman í skál með restinni af uppskriftinni. Fátt betra en að fá gott gvakamóle.

Meðlætið sem mér finnst gott að vera með er gular baunir, jalapeños, blanda af spínati og klettasalati, rifinn mozzarella, salsa, tortillaflögur og síðan er algjört lykilatriði að kreista límónu yfir hakkið og nota 18% sýrðan rjóma.

*Uppskriftin er passleg fyrir ca. 4 manns.

Buen provecho!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns

Enrique ekki refsað fyrir að slá til leikmanns
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.