fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Þakklátar hjartamömmur

Heiða Ósk
Þriðjudaginn 7. mars 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mig langar til að pistill vikunar fjalli um verkefni sem ég tek þátt í þessa dagana ásamt 15 öðrum mömmum. Við köllum okkur Hjartamömmur.


Hjartamömmur er hópur mæðra sem eiga það allar sameiginlegt að vera mæður hjartveikra barna.

Þegar barnið manns greinist hjartveikt er mjög mikilvægt að eiga félag að eins og NeistannNeistinn er styrktarfélag hjartveikra barna sem styður fjölskyldur barna og unglinga á hinn ýmsa hátt. Eitt af því sem félagið gerir er að halda úti síðu þar sem foreldrar geta fengið upplýsingar og fræðslu.


Heimasíða Neistans er komin á tíma með uppfærslu og endurbætur og langaði okkur hjartamömmur að aðstoða og gefa til baka það sem Neistinn hefur gefið okkur. Þarna var komið kjörið tækifæri til þess og varð þannig þessi hlaupaáskorun til. Í febrúar byrjuðum við svo að hlaupa og stendur áskorunin yfir í 6 vikur. Við skiptum okkur í 4 lið og hlaupum svo um allt þessar 6 vikur og söfnum kílómetrum. Sum fyrirtæki kaupa af okkur kílómetra, önnur styrkja með ákveðinni upphæð og en fleiri styrkja okkur með gjöfum sem koma sér vel fyrir hlaupandi mömmur.

Upphæðin sem við söfnum verður svo afhent á árshátið Neistans 8 apríl. Það hefur verið ótrúlega gaman að taka þátt í þessu verkefni og geta gefið til baka, það er jú sælla að gefa en þiggja.

Fyrirtækjunum sem hafa styrkt okkur erum við ofboðslega þakklátar, án þeirra gengi dæmið ekki upp!

Kærar þakkir:

Brim Seafood
Foodco
Poulsen
Leanbody
66 Norður
K Sport
Styrktarsjóður 365
Heilsa ehf
Toyota
BL
LímtréVírnet
Ef ykkur langar að fylgjast með okkur, hvetja eða styrkja þá höldum við úti facebook-síðunni Hlaupahópurinn Hjartamömmur ásamt því að vera með snapchat aðganginn hjartamommur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið