fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025

Hugleiðingar húsmóður í fæðingarorlofi – Kafli 2

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 13. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigga Dögg kynfræðingur er í fæðingarorlofi – hún notar tímann vel til sjálfsskoðunar af ýmsu tagi. Hún á það til að skrifa niður ýmsar hugleiðingar – sem eru hreint út sagt sprenghlægilegar.

Lestu meira: Játningar Siggu Daggar kynfræðings – „Ég missti allt kúl“

Hugleiðingar húsmóður í fæðingarorlofi – kafli 2:

1. Ef þú átt skál af heilögu vatni, hvað geriru við vatnið? Ég var svona að spá í að leyfa því að gufa upp og þar með er húsið blessað og vonandi þeir sem þar búa eða kannski setja í spreybrúsa og spreyja á heimilisfólkið og köttinn, svo enginn verði andsettur í bráð. Tillögur vel þegnar.

2. Ég elska að eiga karmellusósu í afgang eftir veislur því það þýðir bara eitt…Delux partí kaffi á mánudagsmorgni með rjóma OG karmellu til að skola niður afgangskökum! Sigurvegari dagsins er augljóslega ég.

3. Það tryllir mig að það séu ekki til nein spes páskalög. Mér finnst þetta óþolandi og ólíðandi getur einhver splæst í lagasamkeppni?? EurovisionDaði má alveg páska mig upp tónlistarlega, svo dæmi sé nefnt.

4. Nettó hefur vinninginn þegar kemur að úrvali í páskaeggjum og hér verða allra þjóða kvikindi (í súkkulaðiformi) falin undir sófum og inni í þurrkara, éggetekkibeðið!

5. Ég heyrði orðið tussubumba í fyrsta skiptið. Það lýsir víst leiðinda stallinum sem myndast eftir keisara. Sem ALDREI fer. ALDREI. Ég tengi.

6. Á nóttunni, þegar ég gef brjóst, þá dunda ég mér við að breyta íslenskum dægurlögum og gera þau mjólkurvæn. Dæmi: nei nei ekki æla / ó þú, enginn drekkur eins og þúúúúu, enginn mjólkar eins og þúúú / hvar er mjólkin mín? hvar ertu brjóstið sem ég þrái? óóó túttan mín / drykkja, ég stilli tímann eftir því maður (krefst engra raunverulegra breytinga)
og svona mætti lengi telja.

7. Svitalyktin er enn svæsin og kæst. Ég held að þetta sé leið náttúrunnar til að halda öðru fólki frá ungbarnamóðurinni svo eina mannvera sem þolir návist við mömmuna er einmitt barnið sem svo prumpar með ógeðisfýlu til að undirstrika þetta stinky samband þeirra tveggja sem engum er ætlað að sundra, nú eða nálgast.

Gleðilegan mánudag!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum
Terence Stamp látinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: ÍBV rúllaði yfir Val – Stjarnan vann Vestra

Besta deildin: ÍBV rúllaði yfir Val – Stjarnan vann Vestra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd

Færsla Justin Bieber vekur athygli margra – Enginn virðist skilja þessa mynd
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl

Kona á sjötugsaldri handtekin á Kanaríeyjum eftir að lík manns fannst inni í brunnum sendibíl
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Handviss um að Alonso taki við Liverpool

Handviss um að Alonso taki við Liverpool
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“

Tjáir sig um Isak: ,,Erfitt að svara þessari spurningu“