fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Bjarney vill leiðrétta klukkuna á Íslandi – „Vakna aldrei úthvíld“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 22. nóvember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarney Bjarnadóttir íþróttafræðingur og kennari skrifaði stöðufærslu á Facebooksíðu sína nýlega sem hún gaf Bleikt góðfúslega leyfi til að birta.

Í færslunni ræðir hún klukkuna á Íslandi, lýsir því hvernig henni finnst hún aldrei vakna úthvíld hér þrátt fyrir að hafa farið snemma að sofa og ber reynslu sína saman við þann tíma þegar hún bjó í Bretlandi.
Jafnframt bendir hún á rök með því að færa klukkuna. Við gefum Bjarney orðið.

Þegar ég bjó í Bretlandi þá upplifði ég það í fyrsta sinn á ævinni held ég að vakna úthvíld á morgnana, eftir að ég flutti aftur heim þá verð ég sífellt vissari í minni sök um að það hafi með það að gera að þar er samræmi á milli sólar- og líkamsklukku.

Ég er búin að vera að hugsa um þetta síðustu daga, mér finnst ég aldrei vakna úthvíld hérna þrátt fyrir að fara alltaf snemma að sofa, sama með strákinn, hann fer snemma að sofa en mér finnst hann alltaf þreyttur á morgnana. Ég er viss um að við erum ekki ein um þetta!

Ástandinu má í raun líkja við þotuþreytu (enska: jetlag) eftir ferðalög yfir nokkur tímabelti, nema hvað þetta ástand er viðvarandi hjá okkur Íslendingum yfir vetrartímann og kallast klukkuþreyta (enska: social jetlag)

Rökin með því að leiðrétta klukkuna eru:
– mögulega dregur úr skammdegisþunglyndi og með því notkun þunglyndislyfja.
– námsárangur barna og unglinga gæti aukist (og greyin þurfa ekki að labba í skólann í kolniðamyrkri á morgnana)
– Notkun svefnlyfja myndi mögulega minnka þar sem svefnvandamálum myndi vonandi fækka.
– Jafnvel myndi draga úr öðrum heilsufarsvandamálum svo sem sykursýki, hjartasjúkdómum og fleira.

Rökin gegn því að leiðrétta klukkuna eru:
– einhverjir vilja frekar hafa bjart seinnipartinn.

Sjáið líka bara myndina af tímabeltunum, við ættum frekar að vera -2 hérna á Vestfjörðum, Vesturlandi og Suðvesturlandi heldur en nokkurn tímann 0 GMT!

Er þetta í alvörunni ekki no brainer?? Er ekki til of mikils að vinna til að leiðrétta klukkuna ekki?

Ég hreinlega skil ekki tregðuna til að breyta þessu.

Hvað finnst þér um klukkuna á Íslandi? Finnst þér að við ættum að breyta henni eða hafa hana óbreytta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu

Staðfesta nafn mannsins sem lést í gærkvöldi – Var á leið heim úr vinnu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina

Gagnrýnir hugarfar Bandaríkjamanna fyrir stóru stundina
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”

Ólafur varar landsmenn við – „Mikilvægt að fólk sé ekki að vaða með kámugar krumlur í nammiskálar og mat”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar

Súlunesmálið: Leituðu til miðils og tónlistarmanns til að sefa ofsa Margrétar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi

Forsetaframbjóðandi heitir því að reyna að fá Messi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann

Þessu bjóst mannfjöldinn ekki við þegar Elsa 5 ára mætti – Sjáðu myndbandið sem færir þér jólaandann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra