fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025

Kristín: „Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 10:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stelpur eru sumar svo óánægðar með líkamspart, sem er ekki einu sinni sjáanlegur utan á þeim, að þær fara og láta skera í hann. Svo hann sé líkari sléttri og symmetrískri klámfyrirmyndinni, sem er ekki einu sinni presenteruð fyrir stelpurnar sjálfar, heldur er hún fjöldaframleidd fyrir stráka. Ógeðslega ergilegt,“ segir Kristín Ólafsdóttir í Bakþanka Fréttablaðsins í dag.

Kristín Ólafsdóttir

Kristín segir að umfjöllun BBC um breskar stúlkur sem leita æ oftar til lýtalækna vegna þess að þær þola ekki píkuna á sér sé kveikjan að pistlinum. „Þær eru fimmtán ára og þær hata á sér píkuna. Sem er auðvitað helber sturlun,“ skrifar Kristín.

Hún segir að þessi firnasterka haturstenging sem konur hafa við líkama sinn sé ekkert tiltökumál. „Það er ekki sjokkerandi að heyra konu segja að hún hati á sér lærin. Eða að hún þoli ekki á sér nefið. Eða að brjóstin verði aldrei söm eftir að börnin fæddust. Og hún hatar þessi brjóst, „guð, ég hata á mér brjóstin,” segir hún við vinkonur sínar og þær sýna henni skilning vegna þess að þær hata líka eitthvað í sér,“ skrifar Kristín.

Hún segir að vegna þessa sé mikilvægt að krefja samfélagið um alls konar birtingarmyndir. „Það liggur náttúrulega beint við að hata þegar birtingarmyndir kvenlíkamans eru einhvers konar fantasíu-sápukúluútgáfur af honum. Þegar maður hefur enga píku til samanburðar við sína eigin nema nákvæmlega þessa einu sem klámmyndaframleiðendur halda að strákar vilji sjá,“ skrifar Kristín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis

Tálbeituaðgerð 12 ára drengs gegn grunuðum barnaníðingi fór illilega úrskeiðis
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Bókasafnsbók skilað 82 árum of seint – Þetta er sektarupphæðin

Bókasafnsbók skilað 82 árum of seint – Þetta er sektarupphæðin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze

Daninn ómyrkur í máli í kjölfar U-beygju Eze
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Lokuðu á okkur í fyrra en vilja núna vera með
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.