fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Er sorg alltaf fylgifiskur dauðsfalls?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 1. júlí 2017 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greinin birtist fyrst á vefsíðu Lifandi Vísindi og fékk Bleikt góðfúslegt leyfi til að birta hana með lesendum.


Í Asíu er að finna allmörg menningarsvæði þar sem fólk sýnir engin ummerki sorgar í tengslum við dauðsföll. Besta dæmið er að finna á Balí.

Balí er hluti Indónesíu og í rannsókn sem gerð var allmörgum árum reyndist Indónesía eina landið af þeim 75 sem rannsóknin náði til, þar sem fólk grét ekki í tengslum við andlát. Á Balí má þvert á móti sjá fólk ganga um brosandi eða jafnvel hlæjandi og segja frá andláti ástvinar. Hafi t.d. ung kona misst eiginmann sinn er haft í flimtingum að heimurinn sé fullur af karlmönnum og hún muni fljótlega finna sér nýjan.

Á Balí sýnir fólk ekki sorgarviðbrögð við dauðsfalli, heldur brosir til að hlífa sér við sjúkdómum.

Fyrir Evrópubúa er auðvelt að túlka þetta sem tilfinningakulda og margir mannfræðingar hafa reyndar einmitt gert það. En norski mannfræðingurinn Unni Wikan hefu þó sett fram aðra kenningu. Þegar fólk á Balí brosir við dauðanum, er ástæðan sú að það álítur að sorgin myndi að öðrum kosti valda því sjúkleika. Hugsunin sem hér býr að baki er sú að líkamlegir kvillar eigi uppruna í sálarlífinu og ef sorg og neikvæðar tilfinningar nái yfirhöndinni muni það leiða til veikinda.

Áfallahjálp og sorgarmeðferð í vestrænum skilningi er sem sagt óþekkt fyrirbrigði á Balí. Þess í stað er sorgin hrakin burt með gleði og kæti sem jafna má við trúarskyldu. Ef eftirlifendur finna til reiði vegna þess að samfélagið brosir að sorg þeirra, geta þeir þvegið sér upp úr köldu vatni. Og fáeinum mánuðum síðar láta margir í ljós þakklæti fyrir að hafa verið bjargað frá því að sökkva sér í depurð sem hefði getað leitt til veikinda.


Hér getur þú lesið fleiri greinar á Lifandi Vísindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.