fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Fimm vinir hafa tekið sömu myndina í 35 ár

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 29. júní 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að halda sambandi við bestu vini sína úr framhaldsskóla. Fólk flytur í burtu, stofnar fjölskyldu, er upptekið við vinnu og allt í einu er ekkert eins og það var. Það skipti fimm vini frá Santa Barbara, Kaliforníu, miklu máli að halda sambandi. Á fimm ára fresti hittist hópurinn til að endurgera mynd sem þeir tóku fyrst árið 1982 og hefur komið til með að skilgreina vináttu þeirra.

Árið 1982 voru þeir í fríi saman nálægt Copco Lake í norður Kaliforníu. Þá voru þeir nítján ára og ákváðu að taka eina skemmtilega sumarmynd. Síðan þá hafa þeir ákveðið að hittast á fimm ára fresti og smella af mynd. Þeir kalla þetta „Five Year Photo Project“ og þann 24. júní bættist áttunda myndin í safnið.

Það er ekki nóg með að þeir hittist og taki myndina heldur reyna þeir að gera myndina eins líka upprunalegu myndinni frá 1982.

Frá vinstri til hægri, eins og alltaf: John Wardlaw, Mark Rumer, Dallas Burney, John Molony og John Dickson.

1982

„Árið 1982 tókum við þessa frekar furðulegu mynd. Á þeim tíma höfðum við ekki hugmynd að við myndum endurgera myndina á fimm ára fresti.“

Innihald krukkunnar: Kakkalakki (lifandi), ein mynd af Robert Young (til að veita kakkalakkanum félagsskap) og ein karamella (matur fyrir kakkalakkann).

 

1987

„Þegar við áttuðum okkur á því að sömu fimm gaurarnir myndu vera aftur saman á Copco þá ákváðum við að taka sömu myndina aftur.“

1992

„Árið 1992 var skýjað og kalt þannig við vorum allir í bol í fyrsta skipti.“

1997

„Á þessum tíma vorum við komnir aðeins frá upprunalegu myndinni, eitthvað sem við byrjuðum á að leiðrétta í framtíðinni.“

2002

„Þetta var árið sem við fórum að endurgera upprunalegu myndina alveg þó svo að John M. gleymdi sólgleraugunum sínum og við vorum að grínast með stóru krukkuna.“

2007

„Þarna fórum við að endurgera upprunalegu krukkuna (enginn kakkalakki) og staðlaðan hatt fyrir allar framtíðarmyndir.“

2012

„Þarna fundum við upprunalegu myndina af Robert Young til að setja ofan í krukkuna. Því miður er ekki hægt að sjá andlitið hans.“

2017

„Berir að ofan í fyrsta skipti í 30 ár.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?

Þorsteinn Pálsson: Hvers vegna voru tillögur um afturköllun umsóknar svæfðar í tíð Sigmundar Davíðs og Guðlaugs Þórs?
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.