fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025

Grillaður miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 21. maí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar sumar er að mæta til okkar er ekki seinna vænna en að koma með uppskriftir að dásamlegum grillréttum sem vekja lukku. Þessi uppskrift er einmitt þannig,  frábær og fersk. Kjúklingurinn sem við marinerum kemur dásamlega mjúkur og safaríkur af grillinu og gríska jógúrtsósan setur hér punktinn yfir i-ið.

Frábær og ferskur miðjarðarhafskjúklingur með grískri jógúrtsósu

Grillaður Miðjarðarhafskjúklingur með grískri dill jógúrtsósu

Fyrir 3-4
900 g kjúklingalæri
10 hvítlauksrif, pressuð
1/2 tsk paprikukrydd
1/2 tsk allrahanda krydd (allspice)
1/2 tsk múskat
1/4 tsk kardimommukrydd
salt og pipar
5 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
safi af 1-2 sítrónum


Grísk dill jógúrtsósa

1 hvítlauksrif, pressað
1 búnt ferskt dill, stilkarnir fjarlægðir og dillið saxað
350 g grísk jógúrt
1 msk ólífuolía
safi úr 1/2 sítrónu
hnífsoddur cayenne pipar
salt

  1. Gerið jógúrtsósuna með því að blanda saman hvítlauk, dilli, grískri jógúrt, ólífuolíu, sítrónusafa og cayenne pipar saman í matvinnsluvél. Blandið vel saman þar til þykk sósa hefur myndast. Bætið salt saman við ef þörf er á því. Geymið í kæli í amk eina klukkustund.
  2. Blandið því næst pressuðum hvítlauk, kryddum og 3 msk af ólífuolíu. Þerrið kjúklingalærin kryddblöndunni vel á þau. Setjið í ofnfast mót ásamt rauðlauk og sítrónusafa og 2 msk af ólífuolíu. Marinerið í 1 klukkustund eða lengur ef tími leyfir.
  3. Grillið kjúklingalærin á grillið og grillið þau á hvorri hlið í um 5-6 mínútur.
  4. Berið fram með jógúrtsósunni og salati með grísku salati með tómötum, ólífum og fetaosti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Sýningaropnun Lilju á laugardag – Um leið og þú lítur undan

Sýningaropnun Lilju á laugardag – Um leið og þú lítur undan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sunderland kaupir varnarmann PSG – Búnir að eyða 150 milljónum punda í sumar

Sunderland kaupir varnarmann PSG – Búnir að eyða 150 milljónum punda í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti

Ederson verður ekki í hóp hjá City um helgina – Framtíð hans í lausu lofti
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.