fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Pestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 1. maí 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ómæ… það sem ég elska góðan mat, gott pasta og já… aspas. Settu ferskan aspas í mat og ég mun elska hann. Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað mér finnst um þennan gúrm pastarétt sem inniheldur basilpestó, sólþurrkaða tómata, mozzarella og grillaðan  aspas. Þvílíkt “match made in heaven” sem þessi blanda er. Rétturinn er tilbúinn á 15 mínútum og þar sem helgin er að nálgast er um að gera að skella hvítvíni í kælinn og njóta.

Athugið að í þessa uppskrift má notast við hvaða pastategund sem heillar. Ég var í stuði fyrir spaghetti að þessu sinni.

Basilpestó pasta með aspas og sólþurrkuðum tómötum

250 g spaghetti, t.d. frá Jamie Oliver
500 g ferskur aspas, neðsti hlutinn skorinn frá
2 msk ólífuolía, t.d. Jamie Oliver olive oil
sjávarsalt og pipar
1/2 bolli basil pestó, t.d. frá Jamie Oliver
1/3 bolli sólþurrkaðir tómatar,  t.d. frá Jamie Oliver
1/3 bolli ferskur mozzarella, skorinn í teninga

  1. Setjið aspasinn á smjörpappírinn á ofnplötu. Dreypið smá af olíu yfir hann, saltið og piprið. Veltið honum aðeins þannig að kryddið fari á allan aspasinn. Setjið í 200°c heitan ofn í 8-12 mínútur eða þar til hann er mjúkur að innan en stökkur að utan.
  2. Takið úr ofni og kælið lítillega. Skerið niður í bita.
  3. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.
  4. Setjið spaghetti, aspas, basilpestó, sólþurrkaða tómata og mozzarella saman í skál og blandið vel saman.
  5. Berið strax fram með parmesanosti og ef til vill hvítlauksbrauði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.