fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Uppskrift að sykursætu páskaskrauti

Blaka
Laugardaginn 8. apríl 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru að koma páskar, sem er uppáhaldshátíðin mín. En það liggur engin merkileg afsökun á bak við það nema einfaldlega sú staðreynd að ég elska, elska, elska páskaegg. Það er sko ekki hægt að ná sambandi við mig á páskadag þegar ég hefst handa við að stúta einu páskaeggi, eða tveimur.

Þannig að ég ákvað að taka smá páskasnúning á blogginu og fyrst eru litlu hreiðrin mín fyrir sætu páskaungana. Mjög einfalt og vel hægt að nota sem skraut á páskaborðið. Þessi uppskrift er svo svakalega einföld að það er hægt að leyfa börnunum að gera þetta og sleppa ímyndunaraflinu lausu. Njótið!

Uppskrift að sykursætu páskaskrauti

Hráefni

1 bolli dökkt súkkulaði (grófsaxað)

1 msk smjör

2 bollar saltstangir (brotnar í bita)

Nammiegg (ég notaði hnetusmjörs M&M-egg sem ég fann í Kosti)

Leiðbeiningar

  1. Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni þar til allt er bráðnað saman. Munið að hita bara í 30 sekúndur í senn og hræra alltaf í blöndunni á milli.
  2. Veltið saltstöngunum upp úr súkkulaðinu þar til nánast allar saltstangirnar eru huldar með súkkulaði.
  3. Finnið ykkar innri listamann og búið til hreiður úr saltstöngunum. Varúð: Það verður sko nóg af súkkulaði á puttunum eftir á til að sleikja.
  4. Raðið eggjum í hreiðrin og leyfið þessu að storkna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala

Sjálfstæðisflokkurinn: Innistæðulausir frasar – ætti heldur að hlusta en tala
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.