fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Andrew Garfield um Emmu Stone: „Það er svo mikil ást á milli okkar“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 13. janúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki allir geta haldið góðu sambandi við fyrrverandi maka og hvað þá verið áfram nánir vinir þeirra. Það er þó ekki vandamál fyrir leikarana Andrew Garfield og Emmu Stone en þau hættu saman árið 2015 eftir fjögurra ára samband. Andrew styður Emmu svo mikið að aðdáendur þeirra halda ennþá í vonina um að þau byrji aftur saman. Hann talaði alveg einstaklega fallega um sína fyrrverandi í podcasti Vanity Fair á dögunum.

„Ég er hennar stærsti aðdáandi sem listamaður. Ég fæ stöðugan innblástur frá því sem hún gerir,“ sagði Andrew þar meðal annars en hann kynntist Emmu fyrst við tökur á kvikmyndinni The Amazing Spider-Man.

Allar myndir/Getty

„Það hefur verið æðislegt fyrir mig að fylgjast með henni ganga svona vel og blómstra í þessa leikkonu sem hún er í dag.“

„Það er svo mikil ást á milli okkar og svo mikil virðing… Það hefur líka verið frábært að hafa þennan stuðning við hvort annað. Það er ekkert nema fallegur hlutur.“

Þegar Emma vann Golden Globe verðlaun sem besta leikkonan fyrir La La Land á dögunum, var Andrew einn sá fyrsti í salnum sem stökk á fætur til þess að klappa fyrir henni. Aðdáendur parsins fögnuðu þessu auðvitað og halda áfram fast í vonina um að þau endi saman og lifi hamingjusöm til æviloka.

Hér eru nokkrar yndislegar myndir í viðbót af (fyrrverandi) Hollywood parinu sem verður alltaf í uppáhaldi hjá okkur á Bleikt!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grealish að semja við nýtt félag

Grealish að semja við nýtt félag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.