fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Kelpnúðlur í hnetusósu

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 2. janúar 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæðgurnar Solla og Hildur halda úti dásamlegri uppskriftasíðu með vegan- og grænmetisréttum. Núna eftir hátíðirnar eru eflaust margir með hugann við hollari kosti en reykt kjöt og sætar kartöflur. Hér er ein yndislega girnileg uppskrift sem við á Bleikt erum að spá í að prófa í vikunni:

Um daginn fundum við kelpnúðlur í búðinni. Kelpnúðlur fást ekki alltaf og við ákváðum því að nýta tækifærið og útbúa djúsí núðluskál með hnetusmjörssósu og litríku grænmeti, avókadó og fullt af kóríander. Kelpnúðlur eru gerðar úr sjávarþara, hafa hlutlaust bragð og mjög skemmtilega áferð. Okkur finnst gott að nota kelpnúðlur á svipaðan hátt og hrísgrjónanúðlur, nema kelpnúðlurnar þarf ekki að sjóða, bara leggja aðeins í bleyti. Núðlurnar eru orkusnauðar (5 kkal í 100g), við höfum því góða samvisku þegar við hellum ríkulega af hnetusósu yfir.

Þetta grænmeti var til í ísskápnum þann daginn: rauðlaukur, vorlaukur, gulrætur, röndótt rauðrófa, mini-maís og sykurbaunir. Að sjálfsögðu er hægt að nota nánast hvaða grænmeti sem er í núðluskálina.

Ef þið vitið ekki hvernig kelpnúðlur líta út þá er hér mynd af pakkanum sem við notuðum. (Þetta er eina tegundin sem við vitum til að fáist hér á landi, en kannski finnið þið fleiri tegundir..). Núðlurnar finnum við oftast í hillunum hjá lífrænum vörum.

Uppskriftin

fyrir u.þ.b. 4

Núðlurnar

Látið kelpnúðlurnar liggja í bleyti á meðan þið útbúið sósuna og snöggsteikið grænmetið. Skolið svo núðlurnar, veltið þeim uppúr sósunni og setjið grænmeti, avókadó og kóríander út á.

Sósan

2 dl hnetusmjör, hreint
1-2 dl kókosmjólk eða möndlumjólk
2 dl vatn
3 msk sítrónusafi
1 msk engiferskot (engifersafi)
1 msk tamarisósa
1/2 tsk ristuð sesamolía
1 hvítlauksrif
2 döðlur
10g ferskur kóríander

Setjið allt í kröftugan blandara og blandið þar til silkimjúkt. Ef blandan er of þykk má þynna með smávegis vatni eða kókosmjólk. Ef of þunn má þykkja með hnetusmjöri.

Grænmetið

150g blandað grænmeti, niðurskorið. (t.d. vorlaukur, gulrætur, sykurbaunir, spergilkál…)
1 msk sesamolía
smá sjávarsalt
1 avókadó, skorið í bita
fullt af ferskum kóríander

Snöggsteikið allt (nema avókadó og kóríander ) upp úr sesamolíu og salti á pönnu í örfáar mínútur
Setjið snöggsteikt grænmeti, avókadó og kóríander út á núðlurnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur

Fengu aðrar slæmar fréttir fyrir tímabilið – Annar miðvörður meiddur
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg

Ofurtölvan spáir í spilin: Salah kemst ekki nálægt Haaland – Nýjasta stjarna United ekki líkleg
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.