fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Kling og bang opnar tvær áhugaverðar sýningar – Stöngin-Inn og dauði hlutarins

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. ágúst 2018 12:30

Mynd: Lilja Birgisdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun kl. 17 opna tvær áhugaverðar sýningar í Kling og bang gallerí í Marshallhúsinu: Stöngin-Inn eftir Auði Ómars og dauði hlutarins eftir Páll Hauk.

„Það verður mikið húllumhæ, fríar veitingar eru í boði og allir eru hjartanlega velkomnir,“ segir Lilja Birgisdóttir sýningarstjóri.

Báðar sýningarnar verða opnar til og með 7. október næstkomandi.

Páll Haukur Björnsson – dauði hlutarins

Á sýningunni steypir Páll Haukur saman naumhyggjulegum skúlptúrum við maximalíska umhverfishönnun þar sem hið lögbundna mætir hinu óstjórnlega með ófyrirséðum fagurfræðilegum afleiðingum.

Páll Haukur nam við Listaháskóla Íslands og the California Instistute of the Arts, en þaðan útskrifaðist hann með MFA árið 2013. Hann hefur sýnt teikningar sínar, höggmyndir, gjörninga og innsetningar á Íslandi, í Bandaríkjunum og Evrópu síðan 2008 og er núverandi á mála hjá galleríinu BERG Contemporary. Hann býr og starfar í Reykjavík.

Auður Ómarsdóttir – Stöngin-Inn

Í verkum Auðar á sýningunni Stöngin–inn má sjá vísanir í íþróttamenningu, tákn úr listasögunni, popptónlist í bland við persónulegar upplifanir.

Þú tekur ákvörðun, skýtur og til verður röð afleiðinga sem gera þig annað hvort að hetju eða skúrk. Stöngin inn eða stöngin út. Að stjórna örlögum eða að vera heppinn. Er heppni eiginlega raunveruleg? Eru örlög raunveruleg? Eru þessu hugtök mannleg leið til þess að skreyta lífið og hafa sögur að segja til næsta bæjar?

Auður vinnur myndlist sína í blönduðum miðlum en einna helst í málverki, skúlptúr, ljósmyndun og teikningu. Líkamleiki og eftirtektarsemi spila stóra rullu í sköpunarferli Auðar. Innblásturinn kemur jafnan frá persónulegum atburðum eða þáttum í nærumhverfi hennar, sem hún dulbýr í myndrænu tungumáli sínu. Verk Auðar rannsaka hversdagslegar skynjanir á umhverfinu sem og innra tilfinningalífi hennar. Með því að einfalda þessar skynjanir og að kóða frummyndirnar í abstrakt form eða tilraunakennt raunsæi, virka sjálfsævisögulegar frásagnir sammannlegar. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 hefur Auður verið virk í sýningarhaldi bæði hérlendis og erlendis, en hún hefur sýnt verk sín í Evrópu og Norður Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta