fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025

Elísabet Kristín Jökulsdóttir: Heldur málþing í tilefni stórafmælis

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 20. apríl 2018 18:00

Mynd: Spessi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Elísabet Kristín Jökulsdóttir, sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands í fyrra, fagnaði stórafmæli sínu 16. apríl síðastliðinn. Elísabet, sem varð sextug, heldur málþing í tilefni afmælisins og er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, sem hæfa ætti öllum.

Málþingið fer fram á sunnudag í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8 og stendur frá kl. 15–17. Soffía Auður Birgisdóttir setur þingið. Elísabet sjálf mun lesa upp ljóð og Borgar Magnason leikur á kontrabassa. Leikhópurinn Ra Ta Tam flytur leikatriði og Hólmfríður M. Bjarnardóttir, Hrund Ólafsdóttir, Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir flytja allar erindi.

Dagskráin er eftirfarandi:

15.00 Soffía Auður Birgisdóttir: Setning málþingsins.
15.05 Leikhópurinn Ra Ta Tam flytur atriði úr leiksýningunni Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk. Ástin er að detta, sem byggt er á textum eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
15.15 Hólmfríður M. Bjarnardóttir: Viltu vera kærastinn minn? Um leikritið Ahhh – Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk. Ástin er að detta.
15.30 Ljóðalestur og kontrabassaleikur: Elísabet Jökulsdóttir og Borgar Magnason.
15.50 Kaffihlé.
16.10 Hrund Ólafsdóttir: Ekkert pláss fyrir ást. Um skáldsöguna Laufey.
16.25 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir: „Alvörukona“ og uppreisnarseggur, verseraður í menningunni. Um Ástin er ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett.
16.40 Soffía Auður Birgisdóttir: Tilfinningar eru eldsneyti fyrir hugmyndir: Um skáldskaparheim Elísabetar Jökulsdóttur.
17.00 Þingslit.

Viðburður á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Maðurinn sem mætir aldrei í viðtöl lét óvænt sjá sig – ,,Fólk verður þakklátt“

Maðurinn sem mætir aldrei í viðtöl lét óvænt sjá sig – ,,Fólk verður þakklátt“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku

Flóttamaður gagnrýnir flóttamenn – Íslendingar sagðir vera með fordóma ef útlendingi er hrósað fyrir að tala góða íslensku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Árni og Guðrún voru um tíma í sambandi með annarri konu: „Auðvitað voru erfið samtöl“

Árni og Guðrún voru um tíma í sambandi með annarri konu: „Auðvitað voru erfið samtöl“
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri

Sara þjálfari segir það sem er erfitt að heyra – Þetta hjálpaði henni að ná árangri