fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Daníel og Nýdönsk hlutu flest tónlistarverðlaun

Íslensku tónlistarverðlaunin 2017 voru afhent í kvöld

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 14. mars 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Bjarnason og Nýdönsk hlutu flest verðlaun, eða fjögur hver, þegar Íslensku tónlistarverðlaunin 2017 voru afhent í kvöld í Hörpu. Nýdönsk var fyrst og fremst verðlaunuð fyrir plötu sína Á plánetunni jörð, en Daníel hlaut verðlaunin fyrir þrjú ólík verk og störf sín almennt á sviði tónlistar.

Daníel fékk verðlaun fyrir plötu ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar fyrir plötuna Recurrence þar sem hann stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands. Fyrsta ópera hans, Brothers, var valin tónverk ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og þá var tónlist Daníels við kvikmyndina Undir trénu, valin plata ársins í flokki kvikmynda og leikhústónlistar. Að lokum var Daníel fyrstur til að hljóta sérstaka viðurkenningu Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir störf sín á sviði tónlistar undangengið ár.

Það kom fáum á óvart að rokksveitin Mammút rakaði einnig til sín verðlaunum, en hún fékk þrenn verðlaun, fyrir bestu rokkplötu ársins, Kinder Versions, besta rokklagið, auk þess sem Katrína Mogensen var valin söngkona ársins í flokki dægurtónlistar.

Víkingur Heiðar Ólafsson, Snorri Helgason, Joey Christ og Auður hlutu svo tvenn verðlaun hver.

Þá vekur athygli að tónleikarnir Gloomy Holiday, hinir sorglegu jólatónleikar sem fóru fram á tónlistarhátíð Sigur Rósar milli jóla og nýárs og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu við misjafnar undirtektir, hlutu verðlaunin „Tónlistarviðburður ársins“ á sviði dægurtónlistar.


Hér fyrir neðan má sjá alla verðlaunahafa kvöldsins


Opinn Flokkur / Þjóðlagatónlist / Kvikmynda- og leikhústónlist

Plata ársins – Þjóðlagatónlist

Snorri Helgason – Margt býr í þokunni

Plata ársins – Opinn flokkur

Valgeir Sigurðsson – Dissonance

Plata ársins í Kvikmynda- og leikhústónlist

Daníel Bjarnason – Undir trénu

Lag ársins/Tónverk ársins í Opnum flokki

Hósen Gósen eftir Egil Ólafsson og Sigurð Bjólu

Plötuumslag ársins

Margt býr í þokunni – Snorri Helgason – Hönnuðir umslags: Þrándur Þórarinsson myndskreytti en uppsetningu og umbrot gerði Björn Þór Björnsson

plata Snorra Helgasonar var valin besta þjóðlagatónlistarplatan auk þess sem hún var umslag hennar valið plötuumslag ársins.
Margt býr í þokinni plata Snorra Helgasonar var valin besta þjóðlagatónlistarplatan auk þess sem hún var umslag hennar valið plötuumslag ársins.

Djass og blús

Plata ársins

Annes – Frost

Tónverk ársins

Pétur og úlfurinn…en hvað varð um úlfinn? – Pamela de sensi og Haukur Gröndal: Í flutningi Góa og Stórsveitar Reykjavíkur.

Lagahöfundur ársins

Sigurður Flosason

Tónlistarflytjandi

Eyþór Gunnarsson

Tónlistarviðburður ársins

Freyjujazz

Bjartasta vonin

Baldvin Snær Hlynsson

Tónleikaröðin var valin tónlistarviðburður ársins á sviði blús og djasstónlistar.
Freyjujazz Tónleikaröðin var valin tónlistarviðburður ársins á sviði blús og djasstónlistar.

Sígild- og samtímatónlist

Plata ársins

Recurrence – Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnasonar.

Tónverk ársins

Brothers eftir Daníel Bjarnason

Söngvari ársins

Ólafur Kjartan Sigurðarson

Söngkona ársins

Dísella Lárusdóttir

Tónlistarflytjandi ársins

Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónlistarviðburður ársins

Víkingur Heiðar Ólafsson fyrir tónleika í Eldborg með verkum Philip Glass

Bjartasta vonin

Jóhann Kristinsson

bjartasta vonin á sviði sígildrar- og samtímatónlistar.
Jóhann Kristinsson bjartasta vonin á sviði sígildrar- og samtímatónlistar.

Mynd: Martin Walz


Popp, Rokk, Raftónlist, Rapp og HipHop

Plata ársins í Rapp og hip hop

Joey Christ – Joey

Plata ársins í Rokk

Mammút – Kinder Versions

Plata ársins í Poppi

Nýdönsk – Á plánetunni jörð

Plata ársins í Raftónlist

Vök – Figure

Söngvari ársins

Daníel Ágúst Haraldsson

Söngkona ársins

Katrína Mogensen

rokksveitin fékk þrenn verðlaun, meðal annars fyrir rokkplötu ársins
Mammút rokksveitin fékk þrenn verðlaun, meðal annars fyrir rokkplötu ársins

Lag ársins í rokki

Breathe Into Me – Mammút

Lag ársins í poppi

Stundum – Nýdönsk

Lag ársins í rappi

Joey Cypher – Joey Christ (ft. Herra Hnetusmjör, Birnir, Aron Can)

Lag ársins í raftónlist

I´d Love – Auður

Lagahöfundur ársins

Moses Hightower

Textahöfundur ársins

Björn Jörundur/Daníel Ágúst

Tónlistarviðburðir ársins

Gloomy Holiday í Hörpu

Tónlistarflytjandi ársins

JóiPé og Króli

Bjartasta von Rásar 2

Between Mountains

Tónlistarmyndband ársins – Veitt í samstarfi við Albumm.is

Auður – I’d Love / Myndband: Auður og Ágúst Elí.

var verðlaunaður fyrir lag ársins í raftónlist og tónlistarmyndband ársins.
Auður var verðlaunaður fyrir lag ársins í raftónlist og tónlistarmyndband ársins.

Sérstakar viðurkenningar

Heiðursverðlaun Samtóns

Stuðmenn

Sérstök viðurkenning Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna

Daníel Bjarnason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham

Hafnaði Bayern Munchen fyrir West Ham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina

Sjáðu myndband sem hefur vakið athygli – Rennitæklaði barn um helgina