fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020

Fullt hús hjá Sjón

Allar bækur þríleiksins CoDex 1962 eftir Sjón hafa fengið Menningarverðlaun DV

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 17. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Sjón hlýtur Menningarverðlaun DV 2016 í flokki bókmennta fyrir skáldsöguna Ég er sofandi hurð, síðustu bókina í þríleiknum CoDex 1962. Sjón hefur einmitt hlotið þessi sömu verðlaun fyrir fyrri tvo hluta þríleiksins, Augu þín sáu mig, sem kom út árið 1994, og Með titrandi tár, sem kom úr árið 2001. Það er einsdæmi í tæplega 40 ára sögu Menningarverðlauna DV að rithöfundur hljóti verðlaun fyrir alla hluta eins og sama þríleiksins.

Einstætt verk í íslenskri bókmenntasögu

Í umsögn dómnefndar um bókina segir: „Ég er sofandi hurð er glæsilegur endapunktur á ævintýralegum sagnabálki. Í heild sinni er þríleikurinn, sem hófst með Augu þín sáu mig, hélt áfram í Með titrandi tár og lýkur nú, einstætt verk í íslenskri bókmenntasögu. Frásagnargaldur þar sem öllum brögðum er beitt til að skoða manninn í heiminum og hugmyndaflugið í manninum. Lokabókin heldur sig á slóðum dirfskufullrar sambræðslu bókmenntalegrar hámenningar, goðsagna og afþreyingarmenningar. Sjón hnýtir þá hnúta sem þarf og leyfir öðrum þráðum að lafa lausum af öryggi hins þroskaða en hrekkjótta sögumanns.“

Í viðtali við DV í desember sagði Sjón: „Í hverri bók reyni ég að takast á við eitthvað nýtt. Í þessari bók var ég að vinna með mjög brotakennda frásögn, láta á það reyna hversu brotakennd hún getur mögulega verið, hversu miklu ég get sleppt og hversu stór stökk ég get tekið. Þetta skiptir mig miklu máli bæði þegar ég skrifa og þegar ég les fagurbókmenntir. Ég vil að hver einasta ný skáldsaga sé rannsókn á því hvað skáldsagan getur gert og hvað hún getur verið. Þegar við leggjumst í þá rannsóknarvinnu þá erum við líka að leita að því sem gerir skáldsöguna að einstöku listformi.“

Lestu viðtal við Sjón um Ég er sofandi hurð: Út í ystu myrkur framtíðar

Verkið blessað í bak og fyrir

Þegar verðlaunin voru afhent í Iðnó á miðvikudag var Sjón var staddur í Færeyjum að undirbúa Turninn á heimsenda, alþjóðlegt stefnumót rithöfunda frá eyjum og fræðimanna sem fást við að skoða samspil eyja og bókmennta, en viðburðurinn fer fram í Þórshöfn í Færeyjum í maí. Eiginkona hans, Ásgerður Júníusdóttir, tók við verðlaununum fyrir hans hönd.

Blaðamaður DV heyrði í Sjón eftir að verðlaunin voru afhent og var hann yfir sig ánægður með heiðurinn.
„Menningarverðlaun DV í bókmenntum eru elstu bókmenntaverðlaun sem veitt eru á Íslandi og því mikill heiður að hljóta þau hvort sem er einu sinni, tvisvar eða þrisvar. Nokkrir af þeim höfundum sem ég lít mest upp til eru meðal fyrrverandi verðlaunahafa og mér þykir vænt um að vera í þeirra hópi. Ég átti sannarlega ekki von á því að fá verðlaunin að þessu sinni en nú hefur verkið í heild verið blessað í bak og fyrir og ég get haldið ótrauður áfram. Menningarverðlaun DV fyrir bókmenntir hafa haft þann kost í gegnum tíðina að koma á óvart og þau komu mér á óvart núna. Betri verklok get ég ekki hugsað mér.“

Manstu hvernig tilfinningin var þegar þú fékkst verðlaunin fyrir fyrstu bókina, þótti þér þetta mikil upphefð?

„Já, það var stór stund á höfundarferli mínum að fá Menningarverðlaun DV fyrir Augu þín sáu mig, enda var það fyrsta opinbera viðurkenningin sem ég hlaut fyrir ritstörf, ef undan eru skilin fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni sem haldin var í tilefni af iðnsýningu í Laugardalshöllinni vorið 1978. Ég varð því afskaplega glaður og flaug heim frá London, þangað sem ég var nýfluttur ásamt Ásgerði konu minni, til þess að taka á móti þeim og svo aftur út með fenginn daginn eftir. Verðlaunin styrktu mig í trúnni á það sem ég var að gera og það er gaman að leiðir okkar hafi legið svona saman af og til á þessum 22 árum sem eru liðin frá fyrstu kynnum.“

Þetta hafði bókmenntagagnrýnandi DV um verkið að segja: Margbrotinn lokakafli pólýfónískrar hljómkviðu​

.
Menningarverðlaun DV fyrir árið 1994 .
.
Menningarverðlaun DV fyrir árið 2001 .
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ljúfir tónar Arnars Dórs: Silfurhafinn úr The Voice Ísland 2018 með nýtt lag

Ljúfir tónar Arnars Dórs: Silfurhafinn úr The Voice Ísland 2018 með nýtt lag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Giorgina deilir myndum af lífinu um borð í lúxus-snekkjunni hans Ronaldo

Giorgina deilir myndum af lífinu um borð í lúxus-snekkjunni hans Ronaldo
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Framhaldsskólanemar óánægðir – „Það er engin áætlun að treysta bara á að allir geri sitt besta til að hlýða Víði“

Framhaldsskólanemar óánægðir – „Það er engin áætlun að treysta bara á að allir geri sitt besta til að hlýða Víði“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“

„Hversu mörg mannslíf munu sóttvarnaraðgerðir og dýpkun efnahagslægðarinnar sem þær valda kosta?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan verður á djamminu um helgina

Lögreglan verður á djamminu um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Máni opinberar hvers vegna Óli Kalli fór svona skyndilega – „Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist“

Máni opinberar hvers vegna Óli Kalli fór svona skyndilega – „Ólafur Karl gjörsamlega tjúllaðist“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Willian kominn í Arsenal