fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

Uncharted blómstrar þrátt fyrir fjarveru Nathan Drake

Boxið rýnir í Uncharted: The lost Legacy

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. ágúst 2017 16:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23.ágúst síðastliðin kom út Uncharted: The Lost Legacy. Leikurinn er sá fyrsti í seríunni sem skartar ekki Nathan Drake í aðalhlutverki. Þess í stað hafa Chloe Frazer og Nadine Ross úr fyrri leikjum tekið við keflinu. Leikurinn er framleiddur af Naughty dog og upprunalega þróaður sem aukapakki fyrir Uncharted 4.

Ragnar Steinn Clausen annar af stjórnendum Boxins, sem er íslenskur leikjamiðill, hefur spilað í gegnum leikinn og er mikill Uncharted aðdáandi. Þá heldur Boxið úti Facebook síðu. Hér að neðan birtist leikjarýni eftir Ragnar.

Aukapakki sem þróast yfir í heilan leik

Leikurinn fjallar um ævintýralegt ferðalag Chloe og Nadine um fjallendi og frumskóga western Ghats á Indlandi. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn þurfa Chloe og Nadine að vinna saman og hafa sig alla við til að finna horn Ganesh, sem er þekktur forn Indverskur Guð.

Í upphafi leiksins kemur bersýnilega í ljós að leikurinn var upprunalega hannaður sem aukapakki við Uncharted 4. Spilarinn fær örlítið á tilfinninguna að Nathan Drake vanti og pínulítill efi er til staðar um hvort þessar tvær stúlkur, sem áður voru þekktar úr Uncharted 2 og 4 takist að halda væntingum á lofti. Sá vafi hverfur fljótt en eftir fyrsta hálftímann er Nathan Drake algerlega gleymdur og stelpurnar taka yfir og eigna sér algerlega þennan leik. Samband þeirra, og hvernig það þróast í leiknum, er mjög skemmtilegt og auðvelt er að finna fyrir stemningunni á milli þeirra, sem lætur þær virka svo vel saman.

Þar má finna mikið efni um allt það helsta sem er í gangi í tölvuleikjaheiminum.
Boxið er er íslenskur leikjamiðill á You Tube Þar má finna mikið efni um allt það helsta sem er í gangi í tölvuleikjaheiminum.

Verkefnið er þó síður en svo auðvelt og að sjálfsögðu er illmenni á staðnum sem gerir hlutina flóknari. Hryðjuverkamaðurinn Asav er einnig á eftir horni Ganesh í misgóðum tilgangi, en hann er eitt mesta illmenni seríunnar. Úr verður að kapphlaupið að horninu verður að mjög svo áhugaverðum söguþræði sem heldur vel í við ævintýri fyrri leikja.

Spilunin fínpússuð síðan í Uncharted 4

Þrautirnar í leiknum eru í einfaldari kantinum en samt sem áður mjög skemmtilegar. Bardagakerfið og skotbardagar hafa aldrei verið megin fókus í Uncharted seríunni, en kerfið verður betra með hverjum leiknum og nær ákveðnu hámarki í Uncharted: The Lost Legacy. Mjög mörg mismunandi vopn eru í leiknum og fær spilarinn mjög mikil frjálsræði í sínum aðgerðum og hvernig verkefnin eru tækluð. Þetta eru atriði sem voru ákveðnar nýjungar í Uncharted 4 og eru færð skrefinu lengra í þessum leik.

Leikurinn býður upp á stærsta opna svæði sem Uncharted hefur nokkurn tíman boðið upp á. Einmitt þarna er mesti galli leiksins en eins góðir og Naugthy Dog eru, og vanir sinni formúlu, þá eru þeir að feta nýja slóð með því að opna leikinn meira.

Því fylgja nokkrir þreytandi gallar en sá stærsti er hversu mikið svæðið er í raun óaðgengilegt, þrátt fyrir að vera í mjög góðu færi. Þetta getur lýst sér í því að ekki er mögulegt að hoppa upp á stein sem er nokkurra sentimetra hár eða einfaldlega að hrapa til dauða, þegar fallið er einungis tveir til þrír metrar. Hins vegar virkar formúlan á bak við opna svæðið vel þrátt fyrir að fátt sé hægt að gera þar.

Ragnar gefur honum 4 stjörnur af 5
Skjáskot úr leiknum. Ragnar gefur honum 4 stjörnur af 5

Ekki er boðið upp á of mikið af atriðum svo spilarinn missi ekki marks á því sem aðalsöguþráðurinn hefur upp á að bjóða. Enda mikil áhersla lögð á söguþráð leiksins og að koma honum vel til skila.

Fyrir þá sem ekki hafa spilað Uncharted 4 þá fylgir hann með netspilun The lost Legacy. Boðið er upp á Coop spilun og einnig almenna netspilun.

Leikurinn Uncharted: The Lost Legacy sannar að líf er í seríunni eftir Nathan Drake og skilur spilara eftir þyrsta í meira. Leikurinn er kominn út og fyrir einungis 4.995 kr er þetta skyldueign fyrir alla PS4 eigendur.

Uncharted: The Lost Legacy fær 4 stjörnur af 5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna

Sigur á morgun myndi gulltryggja það að Víkingur myndi skrifa söguna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum