fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir

Dómur um leikritið Gott fólk

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 14. janúar 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfundur: Bryndís Loftsdóttir.

Skáldsagan Gott fólk kom út árið 2015 og vakti þá ekki síst athygli fyrir þær sakir að framvinda sögunnar var augljóslega í stórum dráttum fengin að láni frá samskiptum tveggja einstaklinga sem að einhverju leyti höfðu verið opinberuð á samfélagsmiðlum og í viðtölum í DV nokkrum árum áður. Bókin var ekki skrifuð með vilja eða vitund þessara einstaklinga og þeir ekki heldur hafðir með í ráðum við uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu. Nokkur áþekk dæmi þar sem höfundur styðst við harmleik úr lífi raunverulegra einstaklinga og í opinberri óþökk, eru vel þekkt úr bókmenntaheiminum. Nægir þar að nefna bæði Djöflaeyju Einars Kárasonar og Konu við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Þessi verk hafa, líkt og Gott fólk gerir nú, skapað togstreitu á milli sjálfs tjáningarfrelsisins og þeirrar lífsreglu að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.

Ábyrgðarferli og dómstóll götunnar

Leikritið fjallar um samskipti einstaklinga sem áttu í einhvers konar sambandi í rúmt ár. Sara elskar Sölva og vill byggja framtíð sína með honum. Sölvi er hins vegar uppfullur af sjálfum sér, klár og myndarlegur strákur sem vegna vinnu sinnar í fjölmiðlum er orðinn svolítið þekktur. Hann lærir að troða niður öll mörk Söru, smánar hugmyndir hennar og skoðanir og fær hana til niðurlægjandi kynlífsathafna. Sambandi þeirra lýkur og niðurbrotin endar Sara hjá Stígamótum. Í samvinnu við vini sína reynir hún síðar að fá Sölva til þess að taka þátt í ábyrgðarferli, gangast við gjörðum sínum, taka á þeim ábyrgð og hlýða þeim óskum sem þolandi setur fram. Sölvi tekst á við ábyrgðarferlið en málið æxlast öðruvísi en ætlað var. Það kemst í almenna umræðu, dómstóll götunnar fellir grimma dóma og miðlar þeim af miklu skilningsleysi til eins margra og málið nær til. Refsing netverja er ævilöng, færslur á vefnum eilífar.

Stefán Hallur fer með hlutverk Sölva. Það hefði skapað meiri spennu í verkinu að fínstilla hann betur og sýna einstakling með meiri sjarma. Það grimma kynferðislega ofbeldi sem fram kom að hann hefði beitt Söru, gekk óþarflega langt og veikti trúverðugleika efasemda hans um ásakanirnar. Að sama skapi er Sara, sem leikin er af Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, svolítið einföld. Höfundur beitir ekki sömu kröftum í að skýra hennar persónu og því er Vigdísi töluverður vandi á höndum. Í verkinu svarar hún til dæmis aldrei fyrir það að hafa boðið Sölva að taka þátt í ábyrgðarferlinu, án þess að sjá til þess að hann fengi nauðsynlegan stuðning og ef til vill án nauðsynlegrar reynslu og þekkingar á aðferðinni. Hans besti vinur, Tryggvi, sem leikinn er af Snorra Engilbertssyni, gat til dæmis aldrei annað en staðið með öllu sem Sölva datt í hug, enda var hann að mörgu leyti í sömu sporum og Sara, meðvirkur og undir hælnum á Sölva.

Kröftug sýning þrátt fyrir agnúa

Allir leikararnir voru í áþekkum svörtum hlutlausum búningum en það gerði persónurnar fjarlægari áhorfendum. Hlutleysið rann líka út í sandinn því í tilfelli Baltasars Breka Sampers virkaði búningurinn valdeflandi og eins og sniðinn á hann í hlutverki Grímars, á meðan þeir voru ólögulegir á öðrum. Fyrri hluti verksins var of hægur en það rann mun betur eftir hlé. Þá voru senur kvenleikaranna áberandi síður unnar af hálfu handritshöfundar auk þess sem framsaga þeirra einkenndist oft af stökum setningum sem slitnar voru í sundur þannig að flæði vantaði í frásögn. En þrátt fyrir að þannig megi finna litla agnúa á verkinu, þá er þetta kröftug og áleitin sýning með góðum leikurum.

Það er mikilvægt að læra að setja sín mörk og virða þau, sem og að traðka ekki á mörkum annarra. Það höfum við þó líklega öll gert með einum eða öðrum hætti. Verkið vekur upp margar spurningar, ekki síst um stöðu þolenda og gerenda en einnig um þolmörk vináttunnar og afleiðingar hatursumræðu á samfélagsmiðlum, dómstól götunnar, grimmd hans og ábyrgðarleysi. Efni verksins leitar á mann, löngu eftir að sýningu lýkur.

Sölva berst bréf með ásökunum um að hann hafi beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi og ákveðnum skilmálum sem honum er gert að gangast að.
Örlagaríkt bréf Sölva berst bréf með ásökunum um að hann hafi beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi og ákveðnum skilmálum sem honum er gert að gangast að.

Mynd: Hörður Sveinsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður

Spáin fyrir Lengjudeild kvenna: Aftureldingu spáð sigri – Talið að nýliðarnir fari niður
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Birti mynd af svimandi háum reikningi fyrir „hefðbundnum fjölskyldukvöldverði“

Birti mynd af svimandi háum reikningi fyrir „hefðbundnum fjölskyldukvöldverði“
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Færa leik sinn inn í Bogann

Færa leik sinn inn í Bogann
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“

Munaði hálfum sentimetra að hundur klóraði í auga dóttur Kristínar – „Ég vil ekki að þetta komi fyrir önnur börn“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum

Hollywood stjarnan agndofa í beinni útsendingu – Sjáðu hver birtist á skjánum