fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Orðbragð til fyrirmyndar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 6. september 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gleðiefni að verðlaunaþátturinn Orðbragð skuli snúa aftur hjá RÚV. Þátturinn er auglýstur sem skemmtiþáttur en ekki fræðsluþáttur, en hann er einmitt dæmi um það þegar skemmtun og fróðleikur blandast saman þannig að áhorfandinn skemmtir sér um leið og hann fræðist.

Umsjónarmenn þáttarins standa sig frábærlega. Brynja Þorgeirsdóttir er áberandi öguð og fagmannleg á skjánum og með skýra og fallega raddbeitingu. Hún skín í þessum þætti. Ég held að Bragi Valdimar búi yfir snilligáfu, allavega hefur hann aðdáunarverða tilfinningu fyrir tungumálinu. Eitt besta atriði þessa fyrsta þáttar var þegar hann talaði íslensku við danskan slátrara í Kaupmannahöfn. Það gekk svona líka ljómandi vel. Í öðru innslagi slátraði hann hinum ofnotaða frasa: „Eigðu góðan dag“ – sem var mikið þjóðþrifaverk. Ég treysti Braga til að halda áfram á þessari braut.

Leikið atriði þar sem Hilmir Snær fór með hlutverk Rasmusar Kristjáns Rask var snjallt og fyndið og það sama má segja um rappara sem fluttu tungubrjóta, maður stóð sig að því heima í stofu að reyna að leika það eftir þeim.

Mikið er lagt í umgjörð í Orðbragði og einu efasemdir manns varðandi þáttinn sneru að því hvort hugsanlega yrði efni kæft í umbúðum. Það gerðist sem betur fer ekki. Forsvarsmenn þáttarins vita líklega mjög vel að ekki er gott að ofgera. Einfaldleikinn getur einmitt verið ansi áhrifamikill.

Með þætti eins og Orðbragði er RÚV sannarlega að sinna menningarhlutverki sínu. Það verður að segja eins og er, að maður sér ekki fyrir sér að nokkur önnur sjónvarpsstöð hér á landi myndi sýna þátt eins og þennan. RÚV hefur ríkan áhuga á menningu og sinnir henni. Það vitum við sem ólumst upp við RÚV þar sem voru útvarpssögur og útvarpsleikrit sem við lifðum okkur inn í. Á fullorðinsaldri lifum við okkur svo inn í sjónvarpsþáttinn Orðbragð. Takk RÚV!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki