fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Sjónvarpsþáttaröð um Englandsdrottningu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 15. september 2016 20:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýningar á sjónvarpsþáttaröðinni The Crown, sem fjallar um Elísabetu II Englandsdrottningu, hefjast á Netflix í nóvember. Þáttaröðin er sú dýrasta sem Netflix hefur framleitt til þessa. Þættirnir eru tíu og hver um sig er klukkutíma langur. Hugmyndin er að gera alls sextíu þætti um líf drottningar frá því hún gekk í hjónaband til dagsins í dag. Handritshöfundur er Peter Morgan sem gerði handritið að The Queen þar sem Helen Mirren lék drottninguna og hreppti Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína.

Breska leikkonan Claire Foy leikur Elísabetu á fyrri hluta valdatíðar hennar. Foy lék titilhlutverkið í sjónvarpsþáttunum Little Dorrit sem gerðir voru eftir skáldsögu Charles Dickens og fór með hlutverk Önnu Boleyn í verðlaunaþáttunum Wolf Hall. Matt Smith, sem leikið hefur Doctor Who, er Filippus prins. John Lithgow er í hlutverki Winston Churchill sem var mikill aðdáandi drottningar, Jared Harris leikur Georg VI, Victoria Harris leikur Elísabetu drottningarmóður, Vanessa Kirby er hin ódæla Margrét, systir drottningar, og Eileen Atkins leikur Mary drottningu.

Sýninga er beðið með mikilli óþreyju en frést hefur að breska konungsfjölskyldan sé nokkuð óróleg vegna þáttaraðarinnar og óttist að þar sé ekki fjallað um drottninguna og fjölskyldu hennar af nægilegri virðingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu