fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Töframaður á skjánum

Áhugaverð leikin mynd um Houdini

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 13:27

Áhugaverð leikin mynd um Houdini

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV sýndi síðastliðinn sunnudag fyrri hlutann af leikinni sjónvarpsmynd um töframanninn Houdini. Þetta er hin áhugaverðasta mynd og ekki skemmir fyrir að í aðalhlutverkinu er Óskarsverðlaunahafi, sjálfur Adrien Brody, sem stendur sig vitanlega vel. Brody er leikari með andlit sem maður getur horft endalaust á því það er svo tjáningarríkt. Hann þarf ekki að tala, einungis sýna svipbrigði og maður heillast.

Í upphafi myndar var sagt að sagan sem þar væri sögð væri sambland af raunveruleika og skáldskap. Þetta var ágætis ábending til áhorfenda. Best er að vera hæfilega trúgjarn þegar maður horfir á myndir sem byggja á ævi heimsfrægs fólks. Handritshöfundar gefa sjálfum sér mikið frelsi þegar þeir skrifa um þekktar persónur og nýta hugmyndaflug sitt óspart og búa til sína eigin útgáfu. Það er ekkert við því að segja og algjör óþarfi að nöldra þótt ýmislegt sé fært í stílinn.

Engir fjötrar voru svo sterkir að hann gæti ekki losað sig úr þeim.
Meistari Houdini árið 1918 Engir fjötrar voru svo sterkir að hann gæti ekki losað sig úr þeim.

Það áhugaverðasta í myndinni var þegar sýnd voru brögðin sem Houdini beitti til að koma sér úr hinum ýmsu vondu aðstæðum sem við, hin venjulegu, hefðum staðið ráðalaus frammi fyrir. Hann losaði sig úr hlekkjum og handjárnum, eins og ekkert væri, gekk út úr vandlega læstum klefum og slapp úr lokuðum vatnskössum. Það voru þessar listir hans sem gerðu að verkum að maður horfði á myndina. Kvikmyndatakan í þessum atriðum var svo frábær að úr varð sjónræn upplifun. Aukasögurnar, um foreldrana og eiginkonuna, voru ekki eins áhugaverðar, fram settar á hefðbundinn hátt og nokkuð sem manni fannst maður hafa horft á mörgum sinnum áður.

Næsta sunnudag fáum við meira að vita um Houdini og örlög hans. En þar með þarf maður ekki endilega að skilja við Houdini. Mann langar til að kafa dýpra og vita meira og því væri kannski ráð að næla sér í ævisögu Houdini. The Secret Life of Houdini heitir ein þeirra – hljómar vel!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki