fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Spennandi sambúð

Tommy og Tuppence leysa flókin sakamál

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 16. júlí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unnendur glæpasagna vita allflestir hversu þægilegt er að lesa bækur Agöthu Christie, maður beinlínis svífur inn í verkið og nýtur þess að vera þar. Það er engin tilviljun að stöðugt er verið að kvikmynda bækur þessa snjalla höfundar. RÚV hefur undanfarið sýnt breskan spennumyndaflokk sem byggður er á sögum Aghöthu Christie um hjónin Tommy og Tuppence sem þurfa að leysa hin ýmsu sakamál. Skarpsýn skötuhjú er hin skemmtilega þýðing á þessum þáttum sem nefnast á ensku Partners in Crime. Það verður að segjast eins og er að útfærslan í þessum þáttum á ekki sérlega mikið skylt við Agöthu Christie þótt söguþræðinum sé fylgt að mestu. Þarna er ríkjandi ákveðinn galgopaháttur sem sjaldan sést í spennumyndaflokkum og er ekki í takt við stíl spennusagnadrottningarinnar. Þetta kemur samt ekki að sök því þættirnir eru góð skemmtun. Það er líka notaleg tilbreyting að sjá samhent hjón leysa glæpamál.

David Walliams er einstaklega viðkunnanlegur maður, ég get ekki ímyndað mér að einhverjum líki illa við hann. Ég veit samt að svo hlýtur að vera í þessum kaldranalega heimi okkar þar sem neikvæðni í garð náungans er meira áberandi en jákvætt viðhorf. Það skiptir eiginlega ekki máli í hvaða hlutverki Walliams er, alltaf vekur hann athygli manns. Hann hefur reyndar oft sýnt meiri tilþrif en hann gerir þarna í hlutverki Tommy en það breytir því samt ekki að það er gaman að fylgjast með honum. Jessica Raine leikur hina hvatvísu Tuppence og er afar lífleg og skemmtileg. Umhverfið spilar stóran þátt í þessum þáttum sem gerast um 1950. Það hefur tekist að endurskapa þetta tímabil þannig að maður heillast.

Ekki er langt síðan sýndur var í bresku sjónvarpi magnaður myndaflokkur gerður eftir bestu sögu Agöthu Christie, And Then There Were None. RÚV ætti endilega að festa kaup á honum. Þar var engin gleði og kátína við völd eins og hjá Tommy og Tuppence heldur myrk og ógnþrungin spenna. Breska þjóðin mun hafa verið límd við skjáinn. Íslenska þjóðin þarf að fá að upplifa það sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife