fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Lily James í hlutverki Júlíu

Fær lof frá gagnrýnendum fyrir leik sinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 4. júní 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Lily James skaust upp á stjörnuhimininn fyrir leik sinn í Downton Abbey þar sem hún lék lafði Rose. Hún var síðan hin fullkomna Öskubuska í hinni bráðskemmtilegu fjölskyldumynd og fór með hlutverk Natösju í sjónvarpsþáttunum Stríði og friði sem BBC gerði eftir skáldsögu Tolstoj. Nú leikur James á sviði í London í Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare. Með hlutverk Rómeó fer leikarinn Richard Madden sem kunnur er fyrir hlutverk sitt í Game of Thrones. Gamla brýnið Derek Jacobi er í hlutverki Mercutio. Kenneth Branagh er annar leikstjóri sýningarinnar.

Gagnrýnendur eru stórhrifnir af Lily James í hlutverki Júlíu og segja hana heillandi. Gagnrýnandi Sunday Times segir hana vera það besta við sýninguna. Gagnrýnandi Daily Telegraph virðist vera gagntekinn því hann sagði leikkonuna vera jafn fagra og Botticelli-málverk. Þeir sem heimsækja London gætu gert margt óskynsamlegra en að fara í leikhús og sjá hina 27 ára gömlu leikkonu í þessu fræga hlutverki.

Áhugi á leiklist hefur verið áberandi í fjölskyldu leikkonunnar. Faðir hennar starfaði sem leikari og tónlistarmaður og amma hennar var rödd tölvunnar um borð í geimskipinu í Alien.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag