fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Fókus

Guardian setur Ófærð í hóp bestu sjónvarpsþátta ársins

Þættir Baltasars í hópi með Game of Thrones og Better Call Saul

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. júní 2016 22:10

Þættir Baltasars í hópi með Game of Thrones og Better Call Saul

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska blaðið Guardian setur íslensku sakamálaseríuna Ófærð í hóp bestu sjónvarpsþátta ársins. Í lista sem Guardian birti á vef sínum eru bestu þættir fyrri hluta ársins 2016 tíundaðir og er Ófærð þar í flokki með gríðarlega vinsælum sjónvarpsþáttaseríum.

Ófærð er sem kunnugt er úr smiðju Baltasars Kormáks og fóru þau Ólafur Darri Ólafsson, Ilmur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með helstu hlutverk.

Í umsögn um þættina, sem heita Trapped á ensku, segir að Ófærð sæki innblástur til sakamálaþátta á Norðurlöndunum en þættirnir njóti samt ákveðinnar sérstöðu og mikið sé lagt upp úr umhverfinu og íslenskri náttúru.

Hér má sjá lista Guardian í heild sinni

Sem fyrr segir eru fjölmargir þekktar sjónvarpsþáttaraðir á listanum. Má þar nefna Game of Thrones, Better Call Saul, The Americans, Peaky Blinders og American Crime Story: The People vs. O.J Simpson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“