fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Einvalalið á skjánum

Breskir leikarar fóru á kostum í Ömmu glæpon

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 28. júní 2016 15:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi kosningadags sýndi RÚV kvikmyndina Gangsta Granny, eða Amma glæpon, sem byggð er á sögu breska metsöluhöfundarins David Walliams, en þar er fjallað um samskipti ungs drengs við ömmu sína. Honum fannst hún ekki skemmtileg en hún sýndi á sér óvænta hlið þegar hún upplýsti að hún væri alþjóðlegur skartgripaþjófur. Saman lögðu þau upp í leiðangur til að ræna krúnudjásnunum og hittu þá Bretadrottningu.

Kannski var RÚV með valinu sérstaklega að huga að þörfum barnanna en það breytir engu um að myndin var einnig hin besta skemmtun fyrir hina fullorðnu. Þarna voru stórstjörnur í hlutverkum. Höfundur bókarinnar, hinn vinalegi David Walliams, sem margir þekkja úr Britains’s got Talent, lék föðurinn og hin óborganlega Miranda Hart var í hlutverki móðurinnar. Þau smellpössuðu í hlutverk léttgeggjaðra og dansóðra foreldra sem vildu gera son sinn að dansstjörnu, nokkuð sem drengurinn hafði engan áhuga á, hann hafði hins vegar brennandi áhuga á pípulögnum. Julia McKenzie, sem meðal annars hefur leikið hlutverk frú Marple í sjónvarpsþáttum, var í hlutverki ömmunnar og stóð sig með mikilli prýði. Hin stórskemmtilega Joanna Lumley átti ekki í erfiðleikum með að gæða hlutverk drottningar hæfilegum virðuleika en sleppti sér í lokin í ástríðufullum dansi. Söngvarinn Robbie Williams var í hlutverki dansara í dansþætti og hin fyndni Rob Brydon lék óþolandi nágranna af sannri innlifun.

Þetta var einvalalið og afraksturinn vitanlega eftir því. Það sást að leikararnir skemmtu sér konunglega við að leika mjög ýktar týpur. Maður fékk á tilfinninguna að það hefði verið virkilega gaman á tökustað. Sagan var líka skemmtileg, bæði fyndin og hugljúf. Boðskapurinn var skýr: Þótt fólk sé gamalt þarf það sannarlega ekki að vera leiðinlegt. Amman dó í lokin sem var sorglegt en foreldrarnir höfðu þá lært sína lexíu og virtust ætla að taka sig á og sinna drengnum sínum mun betur en áður.

Mikil prýðisskemmtun!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“