fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fókus

Dularfullir glæpir

Franskur glæpaþáttur á RÚV lofar góðu

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 24. júní 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engir glæpa- og spennuþættir eru betri en þeir bresku. RÚV hefur verið iðið við það undanfarin ár að hafa þá á dagskrá, sem er gleðiefni, en hefur gefið eftir undanfarið sem er ámælisvert. Vonandi stendur þetta til bóta. Nýr glæpaþáttur hófst reyndar á RÚV í þessari viku, Vitni, Les témoins, og er franskur. Hann virðist vera alveg ágætur. Sagan er hæfilega ógnvekjandi, líkum er rænt úr gröfum og þeim stillt upp í húsum. Aðalpersónurnar eru lögreglukona, sem virðist skynsöm og röggsöm, og rannsóknarlögreglumaður sem á dularfulla fortíð og hafði reynt að fyrirfara sér. Glæpirnir virðast vera framdir til að gera honum lífið enn leiðara en það er. Fyrsta þætti lauk á því að reynt var að myrða hinn einræna lögreglumann en tilræðismaðurinn lauk ekki verkinu heldur gekk brott. Sem var einkennilegt, tilræðismaðurinn hafði skotið margsinnis úr byssu sinni en hætti allt í einu við. En þetta var bara fyrsti þáttur af sex og margt á eftir að koma í ljós.

Þetta virðist sem sagt vera þáttur sem hægt er að horfa á. Allt annað en þessir einkennilegu bandarísku þættir sem manni finnst að RÚV hafi verið að sýna árum saman. Innsæi er einn af þessum lélegu þáttum og fjallar um sérvitran taugasérfræðing sem hjálpar yfirvöldum að upplýsa flókin sakamál. Annar þáttur sem ég man ekki nafn á fjallaði um rithöfund sem gerði það sama, aðstoðaði við lausn sakamála. Ég gerði tilraunir til að horfa á þann þátt af því aðalpersónan var rithöfundur en allt var þar svo aumt að ég gafst upp. Þeir þættir voru í endalausum sýningum. Hefnd var enn ein ósköpin, en ég held að þeim þáttum sé lokið en enn er verið að sýna Glæpahneigð þar sem aldrei vottar fyrir hugmyndaauðgi. Upptalning á þáttum eins og þessum gæti verið endalaus en nú skal látið staðar numið. Þjóðin er í góðu skapi vegna góðs gengis strákanna okkar á EM og við eigum ekki að skammast mikið þessa dagana.

Það væri samt gott að fá góðan breskan glæpaþátt á skjáinn. Og fyrst minnst er á breskt efni, hvað varð um Miröndu? RÚV sýndi fyrsta þáttinn í þessari bresku gamanþáttaröð á föstudegi fyrir mörgum vikum og síðan ekki söguna meir. Ég vil fá Miröndu aftur á skjáinn, hún er svo fyndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“

Áhrifavaldur tilkynnir eigið andlát rúmum mánuði eftir að frumburðurinn kom í heiminn – „Dauðinn er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“