fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Tíðindi á Sprengisandi

Páll Magnússon er framúrskarandi fjölmiðlamaður

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon er framúrskarandi fjölmiðlamaður. Það sannfærist maður um á hverjum sunnudagsmorgni þegar kveikt er á útvarpinu og hlustað á þátt hans Sprengisand. Páll spyr af þekkingu og sýnir ákveðna festu án þess að flækjast í snöru dónaskapar. Hann virðist vita að mjúka leiðin sé líklegri til að skila betri svörum en sú ósvífna og harða.

Í síðasta þætti var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gestur hans. Það var eins og forsetinn væri heima hjá sér, hann var afslappaður og einlægur og hafði ýmislegt að segja. Alltof oft fer fólk í viðtal, án þess að eiga þangað mikið erindi, þetta er til dæmis áberandi hjá stjórnmálamönnum sem stundum virðast halda að það eitt að mæta nægi til að fólk leggi við hlustir. Auðvitað er það ekki þannig, viðmælandinn verður að hafa eitthvað fram að færa.

Ólafur Ragnar ræddi um Svein Björnsson, fyrsta forseta okkar, sem engin þjóð vildi bjóða í heimsókn. Hann sagði frá frumkvæði sínu að fundi með Bill Clinton Bandaríkjaforseta og ræddi um vinamissi vegna ákvörðunar sinnar í Icesave-málinu. Forsetinn er afar vel máli farinn og skýr í allri framsetningu og auk þess hefur hann húmor sem þarna komst einkar vel til skila. Hann var líka afar einlægur, eins og endurspeglaðist best þegar hann talaði um fyrri eiginkonu sína, Guðrúnu Katrínu, af svo mikilli hlýju, ást og virðingu að ekki var annað hægt en að komast við.

Þetta var örugglega með allra bestu viðtölum sem tekin hafa verið við forsetann. Ólafur Ragnar stóð sig frábærlega og það gerði Páll Magnússon einnig. Hlustendur voru sannarlega margs fróðari eftir þennan góða þátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drake hissa yfir brjóstastærð Guggu

Drake hissa yfir brjóstastærð Guggu
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“