fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Hverjir drepa?

Petsamo eftir Arnald Indriðason

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 8. desember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Petsamo, fer nokkrum sögum fram. Það er heimsstyrjöld og ung kona bíður í Petsamo í Finnlandi eftir unnusta sínum en þau ætla að sigla heim til Íslands. Unnustinn skilar sér ekki. Sjórekið lík finnst í Nauthólsvík. Ungur maður verður fyrir árás við hermannaknæpu og kona sem hefur haft kynni af hermönnum er horfin. Lögreglumennirnir Flóvent og Thorson taka að sér rannsókn, en þá þekkja lesendur úr bókunum Skuggasund og Þýska húsið.

Trúverðugar persónur er hér að finna, eins og nær undantekningarlaust í bókum Arnaldar. Ein aðalpersóna bókarinnar, stúlkan sem sveik unnusta sinn, er sérlega vel gerð persóna sem lesandinn fær mikla samúð með. Það sama má segja um unnustann Ósvald. Arnaldur hugar þó ekki einungis að aðalpersónum sínum, eins og flestir flinkir höfundar leggur hann alúð í að skapa trúverðugar aukapersónur og veit hvernig á að gera það. Þar skipta minnstu smáatriði máli. Þegar hann tekur fram að kona sem gekk á fund lögreglunnar hafi farið í einu kápuna sem hún átti þá hefur hann strax vakið vissa samúð með henni. Og höfuðsmáa tóbakssölumanninum í Kaupmannahöfn er lýst þannig að hann birtist lesandanum ljóslifandi þótt frá honum sé einungis sagt í örfáum orðum.

Lesendur Arnaldar vita hversu vel hann kann að laða fram andrúmsloft liðins tíma. Þarna er Reykjavík stríðsáranna dregin skýrum og lifandi dráttum. Matarmenning þess tíma fær líka sitt pláss og ýmislegt annað sem tilheyrir hversdagsleikanum. Allt þetta gerir sögusviðið afar trúverðugt.

Stundum hefur Arnaldur verið skammaður fyrir spennuleysi en í þeim aðfinnslum felst ákveðinn misskilningur. Arnaldur er ekki höfundur sem leggur aðaláherslu á spennu, hann skrifar glæpasögur um fólk sem fremur glæpi og þar er ekki bara ein tegund fólks sem drepur. Arnaldur segir okkur að alls konar fólk geti framið glæpi, ekki bara þeir einstaklingar sem virðast svo miklu líklegri til þess en aðrir vegna karakterbresta sinna. Einmitt þetta er einn sterkasti þráðurinn í Petsamo. Iðrun kemur síðan við sögu í áhrifamiklum kafla undir lokin.

Það er reyndar meiri spenna í þessari bók en ýmsum öðrum bókum Arnaldar og nokkuð um æsilega og dramatíska atburði. Þar eru þó ekki bestu hlutar verksins heldur eru þeir í frásögnum og lýsingum á fólki sem tekst á við sorg og missi.

Petsamo er haganlega smíðuð glæpasaga og áberandi vel skrifuð. Hinir fjölmörgu aðdáendur Arnaldar ættu sannarlega að njóta þess að lesa hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur

Horfðu á nýjasta þátt af Íþróttavikunni – Kjartan Atli gestur
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina

Neðri deildir karla rúlla af stað um helgina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn