fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Fegurðin liggur í einfaldleikanum

Dómur um tölvuleikina Call of Duty: Infinite Warfare og Call of Duty 4: Modern Warfare

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2016 23:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Call of Duty-leikirnir hafa löngum notið gríðarlegra vinsælda og hefur útgáfa nýs leiks í seríunni, einu sinni á ári, markað upphaf hálfgerðrar jólahátíðar hjá unnendum fyrstu persónu skotleikja.

Á dögunum kom nýjasti leikurinn í seríunni, Call of Duty: Infinite Warfare, dagsins ljós. Leikurinn er sá þrettándi í seríunni en að þessu sinni er sjónum beint að stríðsátökum úti í geimnum. Leikurinn er þróaður af Infinity Ward, en síðast þegar fyrirtækið sá um þróun leiks úr COD-seríunni var afraksturinn Ghost-leikurinn sem kom út árið 2013 og hlaut almennt ágætar viðtökur.

Veglegur pakki

Undirritaður var svo heppinn að fá Special Edition-útgáfu af leiknum sem þýðir að með í pakkanum fylgdi hinn goðsagnakenndi Call of Duty 4: Modern Warfare sem Infinity Ward gaf upprunalega út árið 2007. Á þeim tíma var leikurinn að sjálfsögðu gefinn út fyrir Playstation 3-leikjatölvurnar en nú er búið að taka hann í gegn og uppfæra fyrir Playstation 4. Það er alveg óhætt að segja að þessi viðbót er kærkomin enda er COD 4: Modern Warfare líklega í hópi bestu fyrstu persónu skotleikja sögunnar. Þessi umfjöllun tekur því mið af þessum tveimur leikjum.

„Það er alveg óhætt að segja að þessi viðbót er kærkomin enda er COD 4: Modern Warfare líklega í hópi bestu fyrstu persónu skotleikja sögunnar.“

Vel heppnuð einspilun

Við skulum samt byrja á að fjalla aðeins um Infinite Warfare, nýjasta leikinn í COD-seríunni. Eins og svo oft áður er hægt að velja um þrjá möguleika í spiluninni; einspilun, eða söguþráð leiksins, netspilun og Zombies. Það er skemmst frá því að segja að einspilunin er nokkuð vel heppnuð og skemmtileg afspilunar, ólíkt því sem hefur verið uppi á teningnum í mörgum fyrri leikjum. Sem fyrr segir gerist sagan að stórum hluta úti í geimi. Mannkynið er búið að nýta allar auðlindir á jörðu niðri sem þýðir að hefja þarf nýlenduvæðingu fjarri Jörðinni. Ekki gengur þetta allt að óskum og fyrr en varir þurfa spilarar, sem berjast fyrir hið sameinaða mannkyn, samtök sem kallast UNSA, að verjast vígamönnum sem kallast Settlement Defence Front.

Það tekur um 6-8 tíma að klára þennan hluta leiksins sem er í raun eins og ein stór og löng bíómynd. Söguþráðurinn er í sjálfu sér ágætur en skilur ekki mikið eftir sig. Grafíkin er flott eins og við var að búast, hljóðið töff og Infinity Ward gerir býsna vel í að halda spiluninni og flæðinu gangandi. Þá ég við að þú þarft í raun aldrei að sitja aðgerðarlaus á meðan tölvan gerir sig tilbúna til að færa þér næsta hluta spilunarinnar. Þar sem leikurinn gerist í geimnum er nóg úrval af vopnum og öðrum fítusum sem gefur leiknum skemmtilegt krydd.

Modern Warfare, sem fylgir með Infinite Warfare, er í raun senuþjófurinn að þessu sinni.
Senuþjófurinn Modern Warfare, sem fylgir með Infinite Warfare, er í raun senuþjófurinn að þessu sinni.

Ótaktískt og kaótískt

Netspilunin er þó það sem allt snýst um í Infinite Warfare eins og öðrum COD-leikjum. Það er skemmst frá því að segja að hún stendur ekki alveg undir væntingum. Undirritaður hefur spilað hvern einasta COD-leik síðan Modern Warfare kom út árið 2007, haft hrikalega gaman af og spilað mikið. Með árunum hefði maður haldið að COD-leikirnir myndu taka framförum, sérstaklega hvað varðar hönnun á borðum og almennt skemmtanagildi. Með Infinite Warfare er í raun stigið skref aftur á bak hvað allt þetta varðar.

„Þetta allt saman gerir það að verkum að leikirnir eru hraðir, ótaktískir og hálf kaótískir á köflum.“

Það telst leiknum til tekna að hann er hraður og borðin (e. maps) eru flott. Á móti kemur að bardagarnir eru ekki mér að skapi. Þar sem leikurinn gerist í framtíðinni, eins og Call of Duty: Black Ops III, sem kom út í fyrra og þróaður var af Treyarch, gat Infinity Ward gefið sér dálítið lausan tauminn, til dæmis hvað varðar úrval vopna og bardaga á vígvellinum. Hægt er að stökkva þrefalda hæð sína í bardögum, hlaupa upp á og með fram veggjum og stökkva frá jörðu og upp í glugga í nokkurra metra hæð. Þetta allt saman gerir það að verkum að leikirnir eru hraðir, ótaktískir og hálf kaótískir á köflum.

Fyrir þá sem finnst fátt skemmtilegra en að hlaupa og hoppa um borðin og skjóta á allt sem hreyfist er Infinite Warfare líklega algjört konfekt. Hann er samt lítið annað en mandarína í skóinn fyrir aðra.

Þriðji hluti leiksins, Zombies, er vel heppnaður miðað við það sem ég hef séð og spilað. Það er þó rétt að taka fram að greinarhöfundur hefur í gegnum árin lítið spilað Zombies og því eru fá orð höfð um þennan hluta leiksins. Eins og nafnið gefur til kynna snýst þó allt um uppvakninga og dauðyfli. Zombies er eini hluti leiksins sem ekki gerist í geimnum.

„Ég er að minnsta kosti þeirrar skoðunar að fegurðin felist í einfaldleikanum og því mun líklega meiri tími fara í að spila gamla leikinn en þann nýja.“

Senuþjófurinn

Þá komum við að hinum leiknum, Call of Duty 4: Modern Warfare, sem fylgir með pakkanum. Það er í sjálfu sér pínu kaldhæðnislegt að tæplega 10 ára gamall leikur, sem fylgir með þeim nýja, sé í raun senuþjófurinn að þessu sinni. Það velkist enginn í vafa um að COD 4: Modern Warfare er í hópi bestu skotleikja sögunnar og stendur leikjum dagsins í dag snúning að nánast öllu leyti. Leikirnir tveir eru framleiddir af sama fyrirtæki og því var eðlilegt að maður gerði ríkar væntingar áður en Infinite Warfare kom út.

Í grunninn eru þetta sömu leikirnir sem fylgja sömu gömlu góðu formúlunni. En munurinn liggur einna helst í því að í Infinite Warfare er búið að hlaða allskonar misgóðu gúmmelaði ofan á þennan sterka grunn, dæmi; framtíðin, vélmenni, kraftstökk, veggjahopp og ótal vopn og fylgihlutir. Á sama tíma er COD 4: Modern Warfare í eðli sínu einfaldur tölvuleikur með tiltölulega litla yfirbyggingu og það tel ég að fólk kunni vel að meta. Ég er að minnsta kosti þeirrar skoðunar að fegurðin felist í einfaldleikanum og því mun líklega meiri tími fara í að spila gamla leikinn en þann nýja.

Þegar öllu er á botninn hvolft er Special Edition-útgáfa leiksins, það er Infinite Warfare og gamli Modern Warfare, býsna eigulegur gripur og deginum ljósara að þar munu allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi og haft gaman af.

Hér að neðan má sjá stiklur úr leikjunum tveimur. Tekið skal fram að atriði í þeim eru ekki við hæfi barna.




Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“

„Þetta var það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig – og það gerðist“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Solskjær í stúkunni og gæti verið að taka við

Solskjær í stúkunni og gæti verið að taka við
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár og fékk tæpan um 570 milljónir í bætur fyrir ranga sakfellingu – Skaut mann til bana og er aftur á leið í steininn

Sat saklaus í fangelsi í 24 ár og fékk tæpan um 570 milljónir í bætur fyrir ranga sakfellingu – Skaut mann til bana og er aftur á leið í steininn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi