fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Þarna er Barnaby!

Kunnuglegu andliti bregður fyrir í Poldark

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 28. september 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Poldark hafa óvinir hetjunnar nóg fyrir stafni. Í síðasta þætti réðust þeir að þjóni hans og virtust hafa myrt hann. Allavega var þjónninn kominn á líkbörur en hvarf þaðan skyndilega og olli það vitanlega miklu uppnámi meðal persóna þáttanna. Sérstaklega var eiginkonan í öngum sínum. Þjónninn birtist síðan ljóslifandi en áberandi önugur.

Óvinir Poldarks munu ekki gefast upp. Reyndar eru þeir svo útsjónarsamir í myrkraverkum sínum að þeir eru farnir að fara áberandi mikið í taugarnar á manni. Þegar þeir birtast á skjánum hugsar maður ósjálfrátt: „Skíthællinn þinn!“ Oft gerist það að leikarar festast í hlutverkum sínum og hætt er við því að þegar einhver þessara leikara bregði sér í önnur hlutverk verði viðbrögð manns: „Þarna er vondi maðurinn úr Poldark“. Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort Aidan Turner sem leikur Poldark muni nokkurn tíma losna við þá ímynd. Í hugum fólks mun hann sennilega alltaf vera Poldark.

Kunnuglegu andliti hefur brugðið fyrir í síðustu þáttum Poldarks. Um leið og John Nettles sást rak ég upp glaðlegt hróp: „Barnaby, vinur minn!“ Nettles er hinn eini sanni Barnaby, lögreglumaðurinn í Midsomer, sem er bæði vinalegur og traustur og leysir öll mál. Í Poldark er hann enn Barnaby í mínum huga og ég sendi honum hlýtt augnaráð. Hann er aukabónus í þáttum sem halda manni fyrir framan skjáinn.

Dálkur eins og þessi er ekki hugsaður sem kvörtunarhorn, það er alveg nóg af nöldri í þessum heimi þótt maður sé ekki að bæta á það. En nú verður samt svo að vera því RÚV hefur syndgað. Mánudagskvöld eru frátekin fyrir Næturvörðinn, en síðasta mánudagskvöld voru settar á dagskrá Eldhúsdagsumræðu á Alþingi. Næturvörðurinn var látinn víkja. Hversu margir nenna að hlusta á þessar umræður? Var ekki hægt að hafa þær útvarpi fremur en sjónvarpi eða þá á einhverri annarri rás RÚV? RÚV tókst allavega að eyðileggja mánudagskvöldið fyrir hinum fjölmörgu aðdáendum Næturvarðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“